Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 11:01 Framarar fengu öflugan stuðning á fyrsta heimaleik sínum í Evrópudeildinni og gerðu vel við gesti sína frá Porto sem eins og sjá má voru þakklátir og skildu eftir skilaboð þess efnis í búningsklefa sínum. Samsett Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. „Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb. Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
„Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb.
Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira