Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 11:01 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, í ræðustól Stórþingsins í fyrradag. Stortinget/Morten Brakestad Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46