Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:29 Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson hafa bæði unnið tvo heimsmeistaratitla á nokkrum dögum. @kraftlyftingasamband_islands Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson urðu í dag bæði heimsmeistarar öldunga í kraftlyftingum með búnaði á heimsmeistaramótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Elsa setti líka heimsmet. Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira