Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar 18. október 2025 08:32 Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun