„Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 07:15 Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun