Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:07 Dagur Kári Ólafsson hefur nú skráð sig stóru letri í sögubækur íslenskra fimleika. FSÍ Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ. Fimleikar Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ.
Fimleikar Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Sjá meira