Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 12:30 Thelma Aðalsteinsdóttir hefur gert æfingu á tvíslá sem heitir eftir henni, en tókst ekki að framkvæma hana á heimsmeistaramótinu í dag. Getty/Tim Clayton Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið keppni á HM í áhaldafimleikum og fara missáttar heim eftir keppnina í Jakarta í Indónesíu. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð efst Íslendinga en Thelma Aðalsteinsdóttir átti erfitt uppdráttar og tókst ekki að framkvæma sína einkennisæfingu. Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Fimleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan.
Fimleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira