Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2025 20:00 Ragnar Fjalar með frumgerðina af Höfðingja sem hann keypti af Góða hirðinum. Vísir/Bjarni Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Í gegnum tíðina hafa ýmsar gersemar fundist í Góða hirðinum en á dögunum keypti Ragnar Fjalar Lárusson grafískur hönnuður þar nokkuð einstakan stól. „Hann var merktur sem spænskur stóll en ég var ekki alveg viss hvort þetta væri einhvern veginn spænskur stóll eða eitthvað annað.“ Ragnar Fjalar fór í framhaldinu að grúska. „Ég komst að því að þetta væri hugsanlega einhver útgáfa af Höfðingjanum sem er íslenskur stóll eða íslensk hönnun.“ Armar frumgerðarinnar eru nokkuð ólíkir þeim sem eru á stólnum sem var framleiddur.Vísir/Bjarni Höfðinginn er eitt þekktasta verk Gunnars H. Guðmundssonar húsgagnahannaðar og arkitekts. Við skoðun sérfræðinga frá Hönnunarsafni Íslands kom í ljós að um frumgerð stólsins er að ræða sem send var á sýningu til Munchen í Þýskalandi árið 1961 og vann þar til verðlauna. „Við vorum búin að sjá ljósmyndir frá þessum sýningum. Við héldum að það væri enginn til. Þeir væru bara allir glataðir. Við héldum líka að það væru jafnvel bara til þrír en ég veit núna að þeir voru fleiri. Það eru gerðir einhverjir svona nokkrir stólar þarna 1961. Þeir fara á þessa sýningu. Svo fara þeir í framleiðslu hjá Kristjáni Siggeirssyni árið 1968, eru sýndir, þá eru þeir komnir í framleiðslu hjá þeim og þá er búið að breyta örmunum þannig þeir séu auðveldari í framleiðslu,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands situr hér í stólnum sem framleiddur var.Vísir/Sigurjón Framleiðsla á stólnum hófst svo aftur fyrir nokkrum mánuðum hjá Epal og kostar stólinn þar um fjögur hundruð þúsund krónur en hann hefur verið seldur á uppboðum fyrir hærri fjárhæðir. Ragnar Fjalar borgaði hins vegar ekki nema tuttugu þúsund fyrir stólinn. Til greina kemur að hann verði seldur Hönnunarsafninu. Ragnar segist varla þora að setjast í stólinn hvað þá leyfa ungri dóttur sinni að það. „Ég er bara með hann inni á skrifstofu hjá mér. Búinn að prófa að setjast í hann nokkrum sinnum en þetta er ekki stóll sem maður tjillar í lengi.“ Ragnar Fjalar segir stólinn geymdan á skrifstofu sinni. Vísir/Bjarni Tíska og hönnun Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa ýmsar gersemar fundist í Góða hirðinum en á dögunum keypti Ragnar Fjalar Lárusson grafískur hönnuður þar nokkuð einstakan stól. „Hann var merktur sem spænskur stóll en ég var ekki alveg viss hvort þetta væri einhvern veginn spænskur stóll eða eitthvað annað.“ Ragnar Fjalar fór í framhaldinu að grúska. „Ég komst að því að þetta væri hugsanlega einhver útgáfa af Höfðingjanum sem er íslenskur stóll eða íslensk hönnun.“ Armar frumgerðarinnar eru nokkuð ólíkir þeim sem eru á stólnum sem var framleiddur.Vísir/Bjarni Höfðinginn er eitt þekktasta verk Gunnars H. Guðmundssonar húsgagnahannaðar og arkitekts. Við skoðun sérfræðinga frá Hönnunarsafni Íslands kom í ljós að um frumgerð stólsins er að ræða sem send var á sýningu til Munchen í Þýskalandi árið 1961 og vann þar til verðlauna. „Við vorum búin að sjá ljósmyndir frá þessum sýningum. Við héldum að það væri enginn til. Þeir væru bara allir glataðir. Við héldum líka að það væru jafnvel bara til þrír en ég veit núna að þeir voru fleiri. Það eru gerðir einhverjir svona nokkrir stólar þarna 1961. Þeir fara á þessa sýningu. Svo fara þeir í framleiðslu hjá Kristjáni Siggeirssyni árið 1968, eru sýndir, þá eru þeir komnir í framleiðslu hjá þeim og þá er búið að breyta örmunum þannig þeir séu auðveldari í framleiðslu,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands situr hér í stólnum sem framleiddur var.Vísir/Sigurjón Framleiðsla á stólnum hófst svo aftur fyrir nokkrum mánuðum hjá Epal og kostar stólinn þar um fjögur hundruð þúsund krónur en hann hefur verið seldur á uppboðum fyrir hærri fjárhæðir. Ragnar Fjalar borgaði hins vegar ekki nema tuttugu þúsund fyrir stólinn. Til greina kemur að hann verði seldur Hönnunarsafninu. Ragnar segist varla þora að setjast í stólinn hvað þá leyfa ungri dóttur sinni að það. „Ég er bara með hann inni á skrifstofu hjá mér. Búinn að prófa að setjast í hann nokkrum sinnum en þetta er ekki stóll sem maður tjillar í lengi.“ Ragnar Fjalar segir stólinn geymdan á skrifstofu sinni. Vísir/Bjarni
Tíska og hönnun Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira