Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2025 20:00 Af næstum áttatíu starfsmönnum Fly Play Europe eru aðeins fimm eftir. Efnisveitan Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið. Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið.
Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira