Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 10:23 Þau Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Páll Þórhallsson og Ragnhildur Hjaltadóttir afhentu Kristrúnu Frostadóttur skýrsluna í forsætisráðuneytinu en í starfshópnum sat einnig Haraldur Steinþórsson sem ekki er á myndinni. Stjórnarráð Íslands Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar. Þetta er meðal þeirra tillagna sem starfshópur um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna sem settar eru fram í skýrslu sem starfshópurinn hefur afhent Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Tillögum starfshópsins er ætlað „að stuðla að auknu sjálfstæði, hreyfanleika og hæfni embættismanna og þar með trausti til stjórnsýslunnar,“ að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Rætur aftur í fornöld Skýrsla starfshópsins er umfangsmikil og telur hátt í tvö hundruð blaðsíður og ber yfirskriftina „Kjölfesta í hringiðu lýðræðisins: Íslenska embættismannakerfið í alþjóðlegum samanburði. Meðal annars er bent á í einum af fyrstu köflum skýrslunnar að embættismannakerfið eigi sögulegar rætur aftur til fornaldar en hafi þróast í gegnum áranna rás, bæði hér á landi og erlendis. Hópurinn var skipaður árið 2023 og var falið það verkefni að greina þróun embættismannakerfisins og starfsskilyrði ríkisstarfsmanna hér á landi í samanburði við nágrannalönd, rýna lög og reglur sem gilda um starfsskilyrði starfsmanna ríkisins og hvað megi bæta, leggja mat á ríkjandi fyrirkomulag embættismannakerfisins og samspil þess við pólitískar hliðar stjórnkerfisins og eftir atvikum að gera tillögur að úrbótum. Sjö ára skipunartími en fjórtán ár að hámarki í embætti Alls gerir hópurinn fimm tillögur að úrbótum sem útlistaðar eru nánar hér að neðan, en almenningi gefst færi á að rýna tillögurnar og efni skýrslunnar sem nú hefur verið birt í samráðsgátt og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá hyggst forsætisráðuneytið efna til málþings þann 11. nóvember þar sem fjallað verður um skýrsluna og þær tillögur sem þar eru settar fram. Tillögur starfshópsins í heild sinni eru sem hér segir: 1. Settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn sem starfa í mestri nálægð við pólitíska valdhafa (P-flokkur). Er þar um að ræða ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og forstöðumenn stofnana ríkisins, samkvæmt nánari afmörkun. 2. Valferli embættismanna í P-flokki verði styrkt á eftirfarandi hátt: Ráðherra fari ekki lengur einn með val á ráðgefandi hæfnisnefndum. Skipun embættismanna, flutningur og ákvarðanir um starfslok verði teknar fyrir í ríkisstjórn eða ráðherranefnd. Í þeim tilgangi að fjölga umsóknum hæfra umsækjenda um embætti verði lögfestur möguleiki á að óska nafnleyndar. Í stað fyrirvaralausrar heimildar ráðherra til að flytja embættismenn milli embætta með og án þeirra samþykkis komi heimild til flutnings sem byggir á sjónarmiðum um hreyfanleika, hæfni, þarfir stofnunar og öðrum málefnalegum sjónarmiðum. 3. Skipunartími embættismanna í P-flokki verði lengdur úr fimm í sjö ár. Að þeim tíma liðnum verði embætti auglýst. Sæki embættismaður ekki um eða verði ekki hlutskarpastur bjóðist honum að jafnaði hefðbundinn ráðningarsamningur sem sérfræðingur. Kveðið verði á um hámarkstíma í sama embætti, sem verði 14 ár. 4. Ráðgjöf og samræming um málefni embættismanna í P-flokki verði falin miðlægri skrifstofu eða einingu innan stjórnkerfisins. 5. Starfi aðstoðarmanna ráðherra verði sett þau mörk að þeir láti af störfum þegar boðað hefur verið til kosninga eða þegar 2-3 mánuðir eru til reglulegra þingkosninga. Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Þetta er meðal þeirra tillagna sem starfshópur um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna sem settar eru fram í skýrslu sem starfshópurinn hefur afhent Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Tillögum starfshópsins er ætlað „að stuðla að auknu sjálfstæði, hreyfanleika og hæfni embættismanna og þar með trausti til stjórnsýslunnar,“ að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Rætur aftur í fornöld Skýrsla starfshópsins er umfangsmikil og telur hátt í tvö hundruð blaðsíður og ber yfirskriftina „Kjölfesta í hringiðu lýðræðisins: Íslenska embættismannakerfið í alþjóðlegum samanburði. Meðal annars er bent á í einum af fyrstu köflum skýrslunnar að embættismannakerfið eigi sögulegar rætur aftur til fornaldar en hafi þróast í gegnum áranna rás, bæði hér á landi og erlendis. Hópurinn var skipaður árið 2023 og var falið það verkefni að greina þróun embættismannakerfisins og starfsskilyrði ríkisstarfsmanna hér á landi í samanburði við nágrannalönd, rýna lög og reglur sem gilda um starfsskilyrði starfsmanna ríkisins og hvað megi bæta, leggja mat á ríkjandi fyrirkomulag embættismannakerfisins og samspil þess við pólitískar hliðar stjórnkerfisins og eftir atvikum að gera tillögur að úrbótum. Sjö ára skipunartími en fjórtán ár að hámarki í embætti Alls gerir hópurinn fimm tillögur að úrbótum sem útlistaðar eru nánar hér að neðan, en almenningi gefst færi á að rýna tillögurnar og efni skýrslunnar sem nú hefur verið birt í samráðsgátt og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá hyggst forsætisráðuneytið efna til málþings þann 11. nóvember þar sem fjallað verður um skýrsluna og þær tillögur sem þar eru settar fram. Tillögur starfshópsins í heild sinni eru sem hér segir: 1. Settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn sem starfa í mestri nálægð við pólitíska valdhafa (P-flokkur). Er þar um að ræða ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og forstöðumenn stofnana ríkisins, samkvæmt nánari afmörkun. 2. Valferli embættismanna í P-flokki verði styrkt á eftirfarandi hátt: Ráðherra fari ekki lengur einn með val á ráðgefandi hæfnisnefndum. Skipun embættismanna, flutningur og ákvarðanir um starfslok verði teknar fyrir í ríkisstjórn eða ráðherranefnd. Í þeim tilgangi að fjölga umsóknum hæfra umsækjenda um embætti verði lögfestur möguleiki á að óska nafnleyndar. Í stað fyrirvaralausrar heimildar ráðherra til að flytja embættismenn milli embætta með og án þeirra samþykkis komi heimild til flutnings sem byggir á sjónarmiðum um hreyfanleika, hæfni, þarfir stofnunar og öðrum málefnalegum sjónarmiðum. 3. Skipunartími embættismanna í P-flokki verði lengdur úr fimm í sjö ár. Að þeim tíma liðnum verði embætti auglýst. Sæki embættismaður ekki um eða verði ekki hlutskarpastur bjóðist honum að jafnaði hefðbundinn ráðningarsamningur sem sérfræðingur. Kveðið verði á um hámarkstíma í sama embætti, sem verði 14 ár. 4. Ráðgjöf og samræming um málefni embættismanna í P-flokki verði falin miðlægri skrifstofu eða einingu innan stjórnkerfisins. 5. Starfi aðstoðarmanna ráðherra verði sett þau mörk að þeir láti af störfum þegar boðað hefur verið til kosninga eða þegar 2-3 mánuðir eru til reglulegra þingkosninga.
Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira