Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli 2023. Vísir/Vilhelm Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó. Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira