Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 17:00 Rússneskur kafbátur í höfninni í Severomorsk á Múrmanskskaga. Getty/Sasha Modrovets Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni.
Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21