„Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. október 2025 13:15 Aron Már Ólafsson hefur gaman af sögusögnum að sér fyrir mestan partinn. Vísir/Vilhelm Leikarinn Aron Már Ólafsson, þekktur sem Aron Mola, lætur sögusagnir um sig lítið á sig fá og fagnar umtalinu því það ýti undir frekari hlutverk fyrir hann. Hins vegar þykir honum leiðinlegt að fyrrverandi sambýliskona hans hafi verið dregin inn í umræðuna. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslunni á FM 957 í gær. Þar ræddi hann við Egil Ploder um sögusagnir sem fóru á flug í sumar í kjölfar sambandsslita hans og Hildar Skúladóttur, barnsmóður og sambýliskonu hans til ellefu ára. „Fólk var hundrað prósent á því að þú værir samkynhneigður. Þetta gekk allt sumarið, svo dofnaði það. Svo kemur þú í Bannað að hlæja og þú og Fannar farið í sleik í þættinum, og Fannar tekur Palla-eftirhermu og segir; „Ég vil að Aron Mola komi út úr skápnum.“ Þú helltir bara bensíni á varðeldinn,“ sagði Egill á léttum nótum. „Ef við segjum að það hafi verið varðeldur í allt sumar og glóðin hafi verið eftir, ákvað ég að koma með bensíntunnuna og negli henni á. Það varð bara skógarheldur,“ segir Aron og bætir við: „En fyrir mig sem leikari er það geggjað að fólk haldi þetta um mann, að vera með þessa mystik. Vá, hann er leikari, opinn og flæðandi.“ Meira blaður, fleiri hlutverk Talið berst að Hildi og fyrstu sögunni sem kom upp fyrr í sumar. „Hildur átti að hafa labbað inn á mig með öðrum manni, það er skiljanlega leiðinlegt fyrir hana, og ljót lygasaga en það að ég sé samkynhneigður finnst mér bara fyndið,“ segir Aron og heldur áfram: „Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að þetta fór líka í hana og gerði lítið úr henni. Eina ástæðan fyrir að ég myndi leiðrétta eitthvað er út af henni. Mér er alveg sama en henni er það eðlilega ekki. Segið bara að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga um hitt. Það er bara geggjað,” segir Aron. Hann segir það í raun magnað að fólk haldi að hann hafi verið svo áhættusækinn að setja sig í aðstæður þar sem fyrrverandi sambýliskona hans til margra ára hefði getað gengið inn á hann með öðrum karlmanni. „Hversu hugrakkur þarf maður að vera til að koma sér í aðstæður þar sem konan, ellefu árum síðar, gæti mögulega labbað inn á þig? Hversu hugrakkur og áhættusækinn þarftu að vera? Þetta er alveg kreisí pæling. Það er eiginlega bara klikkuð hugmynd ef maður pælir í því,” segir hann léttur í bragði. „En ég tek þessu bara með opnu hjarta. Mér finnst bara gaman að fólk sé að blaðra um mig þarna úti sko. Það er það besta fyrir mig í mínu starfi að fólk blaðri um mig svo að ég fái fleiri hlutverk.“ Samtal þeirra félaga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: FM957 Brennslan Ástin og lífið Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslunni á FM 957 í gær. Þar ræddi hann við Egil Ploder um sögusagnir sem fóru á flug í sumar í kjölfar sambandsslita hans og Hildar Skúladóttur, barnsmóður og sambýliskonu hans til ellefu ára. „Fólk var hundrað prósent á því að þú værir samkynhneigður. Þetta gekk allt sumarið, svo dofnaði það. Svo kemur þú í Bannað að hlæja og þú og Fannar farið í sleik í þættinum, og Fannar tekur Palla-eftirhermu og segir; „Ég vil að Aron Mola komi út úr skápnum.“ Þú helltir bara bensíni á varðeldinn,“ sagði Egill á léttum nótum. „Ef við segjum að það hafi verið varðeldur í allt sumar og glóðin hafi verið eftir, ákvað ég að koma með bensíntunnuna og negli henni á. Það varð bara skógarheldur,“ segir Aron og bætir við: „En fyrir mig sem leikari er það geggjað að fólk haldi þetta um mann, að vera með þessa mystik. Vá, hann er leikari, opinn og flæðandi.“ Meira blaður, fleiri hlutverk Talið berst að Hildi og fyrstu sögunni sem kom upp fyrr í sumar. „Hildur átti að hafa labbað inn á mig með öðrum manni, það er skiljanlega leiðinlegt fyrir hana, og ljót lygasaga en það að ég sé samkynhneigður finnst mér bara fyndið,“ segir Aron og heldur áfram: „Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að þetta fór líka í hana og gerði lítið úr henni. Eina ástæðan fyrir að ég myndi leiðrétta eitthvað er út af henni. Mér er alveg sama en henni er það eðlilega ekki. Segið bara að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga um hitt. Það er bara geggjað,” segir Aron. Hann segir það í raun magnað að fólk haldi að hann hafi verið svo áhættusækinn að setja sig í aðstæður þar sem fyrrverandi sambýliskona hans til margra ára hefði getað gengið inn á hann með öðrum karlmanni. „Hversu hugrakkur þarf maður að vera til að koma sér í aðstæður þar sem konan, ellefu árum síðar, gæti mögulega labbað inn á þig? Hversu hugrakkur og áhættusækinn þarftu að vera? Þetta er alveg kreisí pæling. Það er eiginlega bara klikkuð hugmynd ef maður pælir í því,” segir hann léttur í bragði. „En ég tek þessu bara með opnu hjarta. Mér finnst bara gaman að fólk sé að blaðra um mig þarna úti sko. Það er það besta fyrir mig í mínu starfi að fólk blaðri um mig svo að ég fái fleiri hlutverk.“ Samtal þeirra félaga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
FM957 Brennslan Ástin og lífið Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira