Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. október 2025 06:46 Kristín María Gunnarsdóttir segir um 140 einstaklinga týnda og eftirlýsta á Íslandi sem hafi sótt um vernd, fengið neitun og hafi því ekki heimild til að vera hér. Vísir/Anton Brink Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Kristín María segir stóran hluta þessa fólks tilheyra þeim stóra hópi sem kom til landsins 2022 og 2023. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið í ár og í fyrra miðað við þann tíma. Fjallað var um það í síðustu viku að fylgdum heimferða- og fylgdadeildar RLS hafi fjölgað frá fyrra ári, sé litið til fyrstu níu mánaða ársins 2025. Alls fóru 298 útlendingar úr landi í fylgd lögreglu á því tímabili, sem jafngildir að meðaltali 33 málum á mánuði. Á sama tímabili árið 2024 voru málin 248, eða að meðaltali 27,5 á mánuði. Töluverð fjölgun hefur einnig orðið á þeim sem fara úr landi án fylgdar, það er einstaklingum sem fylgt er út í flugvél en yfirgefa landið án lögreglufylgdar. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru þeir 116 talsins, samanborið við 32 á sama tímabili árið áður. Fjölmennasti hópurinn sem fylgt er úr landi eru fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn sem bíður afgreiðslu. Á eftir þeim koma þeir sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl en það er fólk sem aldrei hefur sótt um alþjóðlega vernd heldur hefur mögulega verið með dvalarleyfi og það útrunnið eða þau verið hér á 90 daga reglu og þeir séu liðnir. Fjölmennasti hópurinn er sem vísað er frá landi eru einstaklingar frá Albaníu, Úkraínu, Nígeríu, Georgíu og Venesúela. Algengast er að einstaklingum er vísað til heimalands eða þess lands sem það hefur rétt til dvalar í. Þetta eru; Albanía, Pólland, Grikkland, Georgía og Venesúela. „Það voru gerðar miklar skipulagsbreytingar á deildinni 2023 í kjölfarið á því að verkefnum ríkislögreglustjóra var breytt,“ segir Kristín María um þessa fjölgun. Skipulagsbreytingarnar voru gerðar í kjölfar lagabreytinga á útlendingalögunum en embættið hóf til dæmis við þær breytingar að reka búsetuúrræði fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Lögreglumenn nýtist betur í fylgdir „Það varð breyting á starfseminni og við réðum inn sérfræðinga til að tala við fólk og taka viðtöl, áður voru bara lögreglumenn í deildinni, og það leiddi til þess að töluverður fjöldi hefur ákveðið að fara sjálfur af landi brott,“ segir hún og að þær tölur hafi hækkað mikið síðustu ár. „Það er það sem við viljum og er í raun best fyrir fólkið. Það hefur haft mikið að segja og þannig hafa líka kraftar lögreglumanna nýst betur í þær fylgdir sem þarf að fara í,“ segir hún og að deildin hafi getað unnið á verkefna- og umsóknahala sem myndaðist hjá þeim í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar umsókna 2022 og 2023 vegna stríðs í Úkraínu og efnahagsástandsins í Venesúela. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar voru umsóknir um alþjóðlega vernd í september orðnar 1.171 en voru til samanburðar 4.520 árið 2022, 4.168 árið 2023. Þeim fækkaði verulega í fyrra þegar þær voru 1.944 og er útlit fyrir að þeim fækki enn frekar í ár. „Við erum enn að vinna með mál sem komu inn þegar það voru margar umsóknir,“ segir hún og að sem dæmi sé stór hluti þeirra sem reynt er að afla ferðaskilríkja fyrir í þeim hópi. Fram kom í tölum ríkislögreglustjóra í vikunni að unnið væri að því að afla ferðaskilríkja fyrir alls 54 einstaklinga. Hún segir misjafnt hvort fólk sé í úrræðum eða þjónustu á meðan það bíður þess að umsókn þeirra sé tekin til meðferðar eða þau bíða þess að vera vísað úr landi. Fjölskyldur fái alltaf húsnæði og þjónustu á meðan biðinni stendur, vegna barnanna, en þegar um einstaklinga er að ræða sé þjónustan alltaf felld niður á meðan það bíður ef það er ekki í samstarfi við deildina. Hún segir þau sem séu í þeirri stöðu mörg dvelja í búsetuúrræði Rauða krossins í Borgartúni en að einhverjir séu á eigin vegum. 140 einstaklingar týndir og eftirlýstir „Það eru líka margir týndir,“ segir hún og að það séu um 140 manns sem þau viti ekki hvort hafi farið af landi brott eða hvort þau séu enn á Íslandi. Fólkið sé skráð týnt og sé eftirlýst. Hún segir að í hópnum séu aðallega einstaklingar en það hafi fjölskyldur líka horfið. „Það er fólk sem kom til okkar en lét sig hverfa áður en við gátum fylgt þeim.“ Hún segir embættið reyna að komast að því hvar fólkið er staðsett en það sé vandasamt verk. Það komi öðru hverju einhverjir í leitirnar því fólkið er allt eftirlýst. „Ef lögregla hefur afskipti af einhverjum sem er eftirlýstur fáum við upplýsingar um það.“ Hver einasti í deildinni sem fer í fylgdir fer að minnsta kosti í eina slíka í hverri viku. Stundum fara þau oftar. Kirstín segir stundum farið með fólk eitt, eða heila fjölskyldu, en stundum safni þau fólki saman og fljúgi með þau í samvinnu við önnur lönd og Frontex. „Við höfum til dæmis farið með þessum hætti með fólk til Nígeríu. Þá höfum við hist í einhverju Evrópulandi og svo farið þaðan. Síðast fórum við með Svíum. Þá var hálf vélin full af fólki frá þeim og restin frá okkur.“ Úkraínubúum vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar Fólk frá Úkraínu sem kemur til Íslands og sækir um alþjóðlega vernd er enn á undanþágu á grundvelli fjöldaflóttaverndar. Því vekur nokkra athygli að Úkraínumenn eru einn fjölmennasti hópur fólks sem er vísað frá landi. Kristín segir þessa Úkraínubúa þegar hafa fengið vernd annars staðar og því sé þeim vísað frá landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Flest séu þau þegar með vernd í Póllandi. Kristín segir flesta sem fara í fylgd skilja stöðu sína. „Þau eru auðvitað ekki sátt en það veit að það er komið á endastöð. Það er okkar hlutverk, og okkar sérfræðingar, að útskýra þetta fyrir þeim og að þau eigi mögulega framtíð fyrir sér annars staðar. Að þau skilji að það séu aðrir möguleikar og að þetta sé ekki búið þó þau séu að fara.“ Dómsmálaráðherra hefur boðað opnun lokaðs búsetuúrræðis fyrir þennan hóp. Kristín María segir að slíkt úrræði muni auðvelda þeirra vinnu við að staðsetja fólk og tryggja frekar framkvæmd laganna. „Það verður meira öryggi. Það er ákveðið hagræði.“ Kristín hefur sjálf skoðað slík úrræði í bæði Hollandi og í Lúxemborg sem eiga að vera úrræði sem eru til fyrirmyndar. „Í Hollandi er þetta álma í fangelsi. Það er miklu opnara og fólk hefur meira frelsi en það eru fangaverðir. Það sem er fyrir fjölskyldur er svo alltaf eitthvað allt annað. Upp í sveit og það er reynt að hafa það þannig að börnin geri sér ekki grein fyrir því að þau eru á lokuðum stað. Oftast eru þau þar í aðeins örfáa daga.“ Hælisleitendur Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Venesúela Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Kristín María segir stóran hluta þessa fólks tilheyra þeim stóra hópi sem kom til landsins 2022 og 2023. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið í ár og í fyrra miðað við þann tíma. Fjallað var um það í síðustu viku að fylgdum heimferða- og fylgdadeildar RLS hafi fjölgað frá fyrra ári, sé litið til fyrstu níu mánaða ársins 2025. Alls fóru 298 útlendingar úr landi í fylgd lögreglu á því tímabili, sem jafngildir að meðaltali 33 málum á mánuði. Á sama tímabili árið 2024 voru málin 248, eða að meðaltali 27,5 á mánuði. Töluverð fjölgun hefur einnig orðið á þeim sem fara úr landi án fylgdar, það er einstaklingum sem fylgt er út í flugvél en yfirgefa landið án lögreglufylgdar. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru þeir 116 talsins, samanborið við 32 á sama tímabili árið áður. Fjölmennasti hópurinn sem fylgt er úr landi eru fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn sem bíður afgreiðslu. Á eftir þeim koma þeir sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl en það er fólk sem aldrei hefur sótt um alþjóðlega vernd heldur hefur mögulega verið með dvalarleyfi og það útrunnið eða þau verið hér á 90 daga reglu og þeir séu liðnir. Fjölmennasti hópurinn er sem vísað er frá landi eru einstaklingar frá Albaníu, Úkraínu, Nígeríu, Georgíu og Venesúela. Algengast er að einstaklingum er vísað til heimalands eða þess lands sem það hefur rétt til dvalar í. Þetta eru; Albanía, Pólland, Grikkland, Georgía og Venesúela. „Það voru gerðar miklar skipulagsbreytingar á deildinni 2023 í kjölfarið á því að verkefnum ríkislögreglustjóra var breytt,“ segir Kristín María um þessa fjölgun. Skipulagsbreytingarnar voru gerðar í kjölfar lagabreytinga á útlendingalögunum en embættið hóf til dæmis við þær breytingar að reka búsetuúrræði fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Lögreglumenn nýtist betur í fylgdir „Það varð breyting á starfseminni og við réðum inn sérfræðinga til að tala við fólk og taka viðtöl, áður voru bara lögreglumenn í deildinni, og það leiddi til þess að töluverður fjöldi hefur ákveðið að fara sjálfur af landi brott,“ segir hún og að þær tölur hafi hækkað mikið síðustu ár. „Það er það sem við viljum og er í raun best fyrir fólkið. Það hefur haft mikið að segja og þannig hafa líka kraftar lögreglumanna nýst betur í þær fylgdir sem þarf að fara í,“ segir hún og að deildin hafi getað unnið á verkefna- og umsóknahala sem myndaðist hjá þeim í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar umsókna 2022 og 2023 vegna stríðs í Úkraínu og efnahagsástandsins í Venesúela. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar voru umsóknir um alþjóðlega vernd í september orðnar 1.171 en voru til samanburðar 4.520 árið 2022, 4.168 árið 2023. Þeim fækkaði verulega í fyrra þegar þær voru 1.944 og er útlit fyrir að þeim fækki enn frekar í ár. „Við erum enn að vinna með mál sem komu inn þegar það voru margar umsóknir,“ segir hún og að sem dæmi sé stór hluti þeirra sem reynt er að afla ferðaskilríkja fyrir í þeim hópi. Fram kom í tölum ríkislögreglustjóra í vikunni að unnið væri að því að afla ferðaskilríkja fyrir alls 54 einstaklinga. Hún segir misjafnt hvort fólk sé í úrræðum eða þjónustu á meðan það bíður þess að umsókn þeirra sé tekin til meðferðar eða þau bíða þess að vera vísað úr landi. Fjölskyldur fái alltaf húsnæði og þjónustu á meðan biðinni stendur, vegna barnanna, en þegar um einstaklinga er að ræða sé þjónustan alltaf felld niður á meðan það bíður ef það er ekki í samstarfi við deildina. Hún segir þau sem séu í þeirri stöðu mörg dvelja í búsetuúrræði Rauða krossins í Borgartúni en að einhverjir séu á eigin vegum. 140 einstaklingar týndir og eftirlýstir „Það eru líka margir týndir,“ segir hún og að það séu um 140 manns sem þau viti ekki hvort hafi farið af landi brott eða hvort þau séu enn á Íslandi. Fólkið sé skráð týnt og sé eftirlýst. Hún segir að í hópnum séu aðallega einstaklingar en það hafi fjölskyldur líka horfið. „Það er fólk sem kom til okkar en lét sig hverfa áður en við gátum fylgt þeim.“ Hún segir embættið reyna að komast að því hvar fólkið er staðsett en það sé vandasamt verk. Það komi öðru hverju einhverjir í leitirnar því fólkið er allt eftirlýst. „Ef lögregla hefur afskipti af einhverjum sem er eftirlýstur fáum við upplýsingar um það.“ Hver einasti í deildinni sem fer í fylgdir fer að minnsta kosti í eina slíka í hverri viku. Stundum fara þau oftar. Kirstín segir stundum farið með fólk eitt, eða heila fjölskyldu, en stundum safni þau fólki saman og fljúgi með þau í samvinnu við önnur lönd og Frontex. „Við höfum til dæmis farið með þessum hætti með fólk til Nígeríu. Þá höfum við hist í einhverju Evrópulandi og svo farið þaðan. Síðast fórum við með Svíum. Þá var hálf vélin full af fólki frá þeim og restin frá okkur.“ Úkraínubúum vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar Fólk frá Úkraínu sem kemur til Íslands og sækir um alþjóðlega vernd er enn á undanþágu á grundvelli fjöldaflóttaverndar. Því vekur nokkra athygli að Úkraínumenn eru einn fjölmennasti hópur fólks sem er vísað frá landi. Kristín segir þessa Úkraínubúa þegar hafa fengið vernd annars staðar og því sé þeim vísað frá landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Flest séu þau þegar með vernd í Póllandi. Kristín segir flesta sem fara í fylgd skilja stöðu sína. „Þau eru auðvitað ekki sátt en það veit að það er komið á endastöð. Það er okkar hlutverk, og okkar sérfræðingar, að útskýra þetta fyrir þeim og að þau eigi mögulega framtíð fyrir sér annars staðar. Að þau skilji að það séu aðrir möguleikar og að þetta sé ekki búið þó þau séu að fara.“ Dómsmálaráðherra hefur boðað opnun lokaðs búsetuúrræðis fyrir þennan hóp. Kristín María segir að slíkt úrræði muni auðvelda þeirra vinnu við að staðsetja fólk og tryggja frekar framkvæmd laganna. „Það verður meira öryggi. Það er ákveðið hagræði.“ Kristín hefur sjálf skoðað slík úrræði í bæði Hollandi og í Lúxemborg sem eiga að vera úrræði sem eru til fyrirmyndar. „Í Hollandi er þetta álma í fangelsi. Það er miklu opnara og fólk hefur meira frelsi en það eru fangaverðir. Það sem er fyrir fjölskyldur er svo alltaf eitthvað allt annað. Upp í sveit og það er reynt að hafa það þannig að börnin geri sér ekki grein fyrir því að þau eru á lokuðum stað. Oftast eru þau þar í aðeins örfáa daga.“
Hælisleitendur Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Venesúela Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent