Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2025 13:30 Steinunn Dagný Ingvarsdóttir ætti að kunna ágætlega á Alexander Veigar Þorvaldsson. vísir Úrvalsdeildin í pílukasti hefur göngu sína á Sýn Sport á morgun, laugardagskvöld, og silfurverðlaunahafinn frá síðasta ári mun opna mótið með leik gegn mömmu sinni. Alexander Veigar Þorvaldsson varð í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta ári og stefnir á sigur í ár. Fyrsta hindrun á hans vegi verður móðir hans, Steinunn Dagný Ingvarsdóttir, en þau mætast í fyrsta leik átta liða úrslita á morgun. Vitor Charrua á titilinn að verja og mætir Guðjóni Haukssyni, fulltrúa eldri borgara. Matthías Örn Friðriksson, margfaldur Íslandsmeistari, mætir Jóni Bjarma Sigurðssyni sem er að stíga skrefið úr bílskúrnum heima hjá sér og á stóra sviðið í sjónvarpinu. Kristján Sigurðsson mætir svo matreiðslumeistaranum Gunna Hó í síðustu viðureign átta liða úrslitanna. Hér má sjá keppendurna á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar. vísir Mótið á morgun fer fram á Selfossi og næsta föstudag verður spilað í Grindavík en eftir það fara allar keppnir fram á Bullseye í Reykjavík. Spilað er til þrautar, þar til sigurvegari kvöldsins er krýndur. Allar viðureignir verða „best of 5“ viðureignir, þar sem þrjá sigra þarf til að vinna. Alls taka sextán manns þátt í Úrvalsdeildinni í ár en eftir fyrstu fjögur kvöldin verður hópurinn skorinn niður í átta keppendur. Eftir niðurskurð munu átta efstu keppendurnir spila upp á að komast í undanúrslitin og þaðan í úrslitin sem fara fram föstudaginn 6. desember. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld klukkan 20. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Alexander Veigar Þorvaldsson varð í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta ári og stefnir á sigur í ár. Fyrsta hindrun á hans vegi verður móðir hans, Steinunn Dagný Ingvarsdóttir, en þau mætast í fyrsta leik átta liða úrslita á morgun. Vitor Charrua á titilinn að verja og mætir Guðjóni Haukssyni, fulltrúa eldri borgara. Matthías Örn Friðriksson, margfaldur Íslandsmeistari, mætir Jóni Bjarma Sigurðssyni sem er að stíga skrefið úr bílskúrnum heima hjá sér og á stóra sviðið í sjónvarpinu. Kristján Sigurðsson mætir svo matreiðslumeistaranum Gunna Hó í síðustu viðureign átta liða úrslitanna. Hér má sjá keppendurna á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar. vísir Mótið á morgun fer fram á Selfossi og næsta föstudag verður spilað í Grindavík en eftir það fara allar keppnir fram á Bullseye í Reykjavík. Spilað er til þrautar, þar til sigurvegari kvöldsins er krýndur. Allar viðureignir verða „best of 5“ viðureignir, þar sem þrjá sigra þarf til að vinna. Alls taka sextán manns þátt í Úrvalsdeildinni í ár en eftir fyrstu fjögur kvöldin verður hópurinn skorinn niður í átta keppendur. Eftir niðurskurð munu átta efstu keppendurnir spila upp á að komast í undanúrslitin og þaðan í úrslitin sem fara fram föstudaginn 6. desember. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld klukkan 20.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira