„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2025 08:02 Óskar Hrafn, þjálfari KR, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. Vísir/Anton Brink KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu. KR-ingar náðu æfingu á heimavelli sínum í gær áður en þeir flugu vestur á Ísafjörð seinni part dags. Andinn var nokkuð léttur á æfingunni, þrátt fyrir þunga stöðu á liðinu undanfarið. KR vann ÍBV í síðasta leik sem hélt vonum liðsins á lífi og skapaði úrslitaleikinn sem fram undan er gegn Vestra í dag. KR hefur fallið einu sinni í sögunni, árið 1977, fyrir 48 árum síðan. Þetta er því ekki staða sem aðstandendur félagsins eru vanir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. „Ég held það sé aðallega bara tilhlökkun. Ég upplifi ekki mikið stress eða áhyggjur. Ég held það séu aðrir sem hafi meiri áhyggjur en leikmannahópurinn og þjálfarateymið. Þetta verður bara veisla fyrir vestan,“ segir Óskar Hrafn. Öll þrjú geta bjargað sér Staðan í deildinni er þannig að liðið sem vinnur leik Vestra eða KR heldur sér uppi en Afturelding sem er á botninum er þó ekki fallin. Vinni KR verða Vesturbæingar með 31 stig og skilja Vestra og Aftureldingu eftir í fallsæti, sama hvernig fer hjá Mosfellingum. Vinni Vestri leikinn falla KR og Afturelding, einnig sama hvernig fer hjá þeim síðarnefndu. Hér má sjá möguleikana í stöðunni. Eini möguleiki Aftureldingar til að halda sér uppi er með sigri á ÍA og að treysta samtímis á jafntefli Vestra og KR.Vísir/Hjalti Eini möguleiki Aftureldingar er því ef Vestri og KR skilja jöfn og Mosfellingar vinni jafnframt sinn leik við ÍA. Þá falla Vestri og KR. Það er því í þeirra höndum, KR-inga og Vestanmanna, að halda sér uppi. Handbremsan af og keyrt af stað Hvernig er nálgunin? Mun andlegi þátturinn ráða úrslitum? „Andlegi þátturinn mun hafa mikið að segja. Ef spennustigið verður of hátt eru menn yfirleitt ekki besta útgáfan af sjálfum sér. Nálgunin okkar er sú að við höfum engu að tapa en öllu að vinna. Það er svo sem ekkert ólíkt því sem við höfum gert í alla leiki í sumar. Það er handbremsan af og keyrt frá fyrstu mínútu á Vestramenn,“ „Leikurinn er mikilvægur en það mikilvægasta fyrir okkur er frammistaðan. Af því að þegar frammistaðan hefur verið góð, kannski ekki alltaf í sumar, en þá er í það minnsta líklegra að úrslitin fylgi með,“ segir Óskar Hrafn. Töluvert fleira kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar Hrafn sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Óskar Hrafn ræðir úrslitaleikinn við Vestra KR Fótbolti Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
KR-ingar náðu æfingu á heimavelli sínum í gær áður en þeir flugu vestur á Ísafjörð seinni part dags. Andinn var nokkuð léttur á æfingunni, þrátt fyrir þunga stöðu á liðinu undanfarið. KR vann ÍBV í síðasta leik sem hélt vonum liðsins á lífi og skapaði úrslitaleikinn sem fram undan er gegn Vestra í dag. KR hefur fallið einu sinni í sögunni, árið 1977, fyrir 48 árum síðan. Þetta er því ekki staða sem aðstandendur félagsins eru vanir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. „Ég held það sé aðallega bara tilhlökkun. Ég upplifi ekki mikið stress eða áhyggjur. Ég held það séu aðrir sem hafi meiri áhyggjur en leikmannahópurinn og þjálfarateymið. Þetta verður bara veisla fyrir vestan,“ segir Óskar Hrafn. Öll þrjú geta bjargað sér Staðan í deildinni er þannig að liðið sem vinnur leik Vestra eða KR heldur sér uppi en Afturelding sem er á botninum er þó ekki fallin. Vinni KR verða Vesturbæingar með 31 stig og skilja Vestra og Aftureldingu eftir í fallsæti, sama hvernig fer hjá Mosfellingum. Vinni Vestri leikinn falla KR og Afturelding, einnig sama hvernig fer hjá þeim síðarnefndu. Hér má sjá möguleikana í stöðunni. Eini möguleiki Aftureldingar til að halda sér uppi er með sigri á ÍA og að treysta samtímis á jafntefli Vestra og KR.Vísir/Hjalti Eini möguleiki Aftureldingar er því ef Vestri og KR skilja jöfn og Mosfellingar vinni jafnframt sinn leik við ÍA. Þá falla Vestri og KR. Það er því í þeirra höndum, KR-inga og Vestanmanna, að halda sér uppi. Handbremsan af og keyrt af stað Hvernig er nálgunin? Mun andlegi þátturinn ráða úrslitum? „Andlegi þátturinn mun hafa mikið að segja. Ef spennustigið verður of hátt eru menn yfirleitt ekki besta útgáfan af sjálfum sér. Nálgunin okkar er sú að við höfum engu að tapa en öllu að vinna. Það er svo sem ekkert ólíkt því sem við höfum gert í alla leiki í sumar. Það er handbremsan af og keyrt frá fyrstu mínútu á Vestramenn,“ „Leikurinn er mikilvægur en það mikilvægasta fyrir okkur er frammistaðan. Af því að þegar frammistaðan hefur verið góð, kannski ekki alltaf í sumar, en þá er í það minnsta líklegra að úrslitin fylgi með,“ segir Óskar Hrafn. Töluvert fleira kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar Hrafn sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Óskar Hrafn ræðir úrslitaleikinn við Vestra
KR Fótbolti Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira