Sport

Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyreek Hill hefur sýnt mörg mögnuð tilþrif á frábærum ferli.
Tyreek Hill hefur sýnt mörg mögnuð tilþrif á frábærum ferli. vísir/getty

Einn besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár, Tyreek Hill, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Hill, sem er leikmaður Miami Dolphins, meiddist illa á hné í lok september. Meiðsli sem halda honum utan vallar það sem eftir er tímabils.

Hill verður 32 ára á næsta ári og það er ansi hár aldur hjá útherjum í deildinni þar sem hraðinn skiptir miklu máli.

„Ég mun taka ákvörðun með framtíðina síðar. Hvernig mér líður á þeim tímapunkti,“ sagði Hill í hlaðvarpsviðtali hjá Terron Armstead, fyrrum liðsfélaga sínum.

„Ég er mjög sáttur við þann feril sem ég hef átt. Ég elska að spila fótbolta en það tekur sinn toll. Bæði líkamlega og andlega.“

Útherjinn hraði er búinn að spila í tíu ár í deildinni og hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×