Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 20:02 Grunur um meint samráð snýr að útboðum vegna sorphirðu sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum. Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum.
Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira