Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 13:38 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær. Vísir/Anton Brink Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent