„Það er spurning fyrir stjórnina“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2025 18:36 Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, gat ekki sagt til um það hvort leikurinn í dag hafi verið hans síðasti. vísir / pawel Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals. „Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira