Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2025 23:00 Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum á meðan bjór sé seldur á leikjum annarra félaga sem og á landsleikjum. Vísir/Samsett Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir engann bjór hafa verið seldann á leik Víkings og Vals í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira