Innlent

Á­huga­samir smalahundar á nám­skeiði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hundarnir skemmta sér konunglega.
Hundarnir skemmta sér konunglega. Sýn

Fjárbændur segja ekkert jafnast á við það að eiga góðan smalahund. Þeir sækja nú námskeið þar sem þeir fá kennslu í að leiðbeina ferfætlingunum hvernig þeim ber að vinna vinnuna sína.

Námskeiðið fer fram á bænum Selási í Holta- og Land sveit í Rangárþingi ytra. Vegna mikillar þátttöku verða haldin nokkur tveggja daga námskeið en níu þátttakendur eru með hunda sína á hverju námskeiði. Kennarinn kemur frá Englandi og þykir mjög góður fjárhundakennari.

„Ég kann að meta þá. Þið hafið mjög góða hunda hér með mjög góða erfðaþætti. Sumir eru svipðaðir okkar hundum á Bretlandi en sumir öðruvísi. Það er gaman að sjá líkindin með hundunum en einnig það sem er ólíkt með þeim,“ segir Tim Thewissen fjárhundaþjálfari og kennari.

Ljóst er að þátttakendum dylst ekki mikilvægi þess að eiga velþjálfaðan fjárhund.

„Ég myndi fyrst fá mér hund áður ég fengi mér kindur svo ég næði kindunum. Meðan fé fækkar og bændum fækkar verður þetta erfiðara og erfiðara og þá verður mikilvægara og mikilvægara að menn séu með góða hunda,“ segir Jens Þór Sigurðarson þátttakandi á námskeiðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×