Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 10:32 Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna. Getty/David Ramos/ Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcelona í El Clasico í spænsku deildinni í gær en það urðu mikil læti í leikslok. Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira