Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2025 23:31 Birna Þórisdóttir lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands. vísir/bjarni Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. Í nýjasta tölublaði Neytendasamtakanna er fjallað um umfangsmikla rannsókn Which, bresku neytendasamtakanna, á mat fyrir börn frá sex mánaða til þriggja ára sem sýnir að tilbúinn matur verði sífellt stærri hluti af mataræði ungbarna. Fjölmargar tegundir barnamatar í Bretlandi og Noregi uppfylli ekki kröfur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um næringu og ábyrga markaðssetningu. Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af svipaðri þróun hér á landi enda flestar vörutegundir innfluttar. „Við erum með mikið af mat í pokum eða skvísum og síðan er að aukast mjög mikið úrval af svona fingramat, sem er þá matur sem börnin geta týnt upp í sig sjálf,“ segir Birna. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er neysla skvísa og annarra tilbúinna vara talsverð hér á landi. Mörg níu mánaða börn neyti þess konar matar jafnvel daglega. Það sé mikilvægt að börn venjist því að handleika mat og sjá hann. Þá hefur sæta í barnamat aukist töluvert síðustu ár. „Ef þetta er sogið bara beint upp úr skvísunni þá tapast mikið af skynjuninni sem fylgir því venjulega að borða. Það er áhyggjuefni. Það hafa rannsóknir sýnt að það tengist auknum líkum á matvendni þegar fram líður,“ segir hún. Skvísurnar geti þannig verið þroskaþjófar. „Leikskólakennarar hafa alveg talað um það að fá til sín börn sem eru orðin tveggja ára og kunna ekki að borða með skeið og gafli. Það skiptir auðvitað máli að mataræðið sé fjölbreytt og að helst sé verið að nota venjulegan mat sem fjölskyldan öll er að borða.“ Hún kallar eftir strangari reglum um gæði barnamatar. „Að gæðin séu þannig að við getum bara treyst því að þetta sé matur sem er góður fyrir þessi kríli.“ Börn og uppeldi Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Neytendasamtakanna er fjallað um umfangsmikla rannsókn Which, bresku neytendasamtakanna, á mat fyrir börn frá sex mánaða til þriggja ára sem sýnir að tilbúinn matur verði sífellt stærri hluti af mataræði ungbarna. Fjölmargar tegundir barnamatar í Bretlandi og Noregi uppfylli ekki kröfur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um næringu og ábyrga markaðssetningu. Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af svipaðri þróun hér á landi enda flestar vörutegundir innfluttar. „Við erum með mikið af mat í pokum eða skvísum og síðan er að aukast mjög mikið úrval af svona fingramat, sem er þá matur sem börnin geta týnt upp í sig sjálf,“ segir Birna. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er neysla skvísa og annarra tilbúinna vara talsverð hér á landi. Mörg níu mánaða börn neyti þess konar matar jafnvel daglega. Það sé mikilvægt að börn venjist því að handleika mat og sjá hann. Þá hefur sæta í barnamat aukist töluvert síðustu ár. „Ef þetta er sogið bara beint upp úr skvísunni þá tapast mikið af skynjuninni sem fylgir því venjulega að borða. Það er áhyggjuefni. Það hafa rannsóknir sýnt að það tengist auknum líkum á matvendni þegar fram líður,“ segir hún. Skvísurnar geti þannig verið þroskaþjófar. „Leikskólakennarar hafa alveg talað um það að fá til sín börn sem eru orðin tveggja ára og kunna ekki að borða með skeið og gafli. Það skiptir auðvitað máli að mataræðið sé fjölbreytt og að helst sé verið að nota venjulegan mat sem fjölskyldan öll er að borða.“ Hún kallar eftir strangari reglum um gæði barnamatar. „Að gæðin séu þannig að við getum bara treyst því að þetta sé matur sem er góður fyrir þessi kríli.“
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent