Þriðju kosningarnar á fjórum árum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2025 07:31 Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, fær sér að borða á knæpu í Volendam. AP Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent