Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 16:15 Jóhannes Már Pétursson er formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs HA. Samsett Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“ Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“
Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira