Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2025 13:38 Tilnefnt er í flokkunum vara, staður og verk og þrír spennandi kostir í hverjum flokki. Tilnefningar til hönnunarverðlauna Íslands voru kynntar í gær en verðlaunin verða afhent í byrjun nóvember. Tilnefnt er í þremur flokkum, vöru, stað og verki, og eru þrjár tilnefningar í hverjum flokki. Verðlaunin verða afhent í hátíðarsal Grósku fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Allir eru velkomnir en gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn í þartilgerðu skjali. Auk þriggja aðalflokka verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hér að neðan má sjá þá níu sem eru tilnefndir: Vatnsílát, ullarföt og fjallahjól Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK-safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta-leir, eru sótt til eldsneytistanka. FÉ hannar ullarföt. FÉ er haust- og vetrarlína RANRA 2025, eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens. FÉ er fatalína þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun. Elja er fjallahjól hannað og framleitt af hjólaframleiðandanum Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Félagsbústaðir, Elliðaárstöð og Stöng Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun. Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Orkuveituna. Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Hraunmyndun, kalkþörungamálning og ilmvatnsgerð Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni. Fischersund hannar ilmvötn. Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin, sem er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel, er þróuð af Sirrý Ágústsdóttur frumkvöðli og Árnýju Þórarinsdóttur arkitekt. Fischersund er allt í senn ilmvatnsgerð og listamannakollektív sem talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimur þess stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Verðlaunin verða afhent í hátíðarsal Grósku fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Allir eru velkomnir en gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn í þartilgerðu skjali. Auk þriggja aðalflokka verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hér að neðan má sjá þá níu sem eru tilnefndir: Vatnsílát, ullarföt og fjallahjól Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK-safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta-leir, eru sótt til eldsneytistanka. FÉ hannar ullarföt. FÉ er haust- og vetrarlína RANRA 2025, eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens. FÉ er fatalína þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun. Elja er fjallahjól hannað og framleitt af hjólaframleiðandanum Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Félagsbústaðir, Elliðaárstöð og Stöng Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun. Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Orkuveituna. Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Hraunmyndun, kalkþörungamálning og ilmvatnsgerð Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni. Fischersund hannar ilmvötn. Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin, sem er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel, er þróuð af Sirrý Ágústsdóttur frumkvöðli og Árnýju Þórarinsdóttur arkitekt. Fischersund er allt í senn ilmvatnsgerð og listamannakollektív sem talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimur þess stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira