Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2025 11:17 Ásmundarsafn var opið gestum og gangandi á Hrekkjavöku í fyrra en verður ekki opið í ár. Listasafn Íslands Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Á Facebook má sjá að búið er að fresta hátíðinni bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggð. Til dæmis er búið að fresta í Hlíðum, í Vesturbæ og miðborg, á Völlunum, Norðlingaholti, Kársnesi, Laugarneshverfi og á Hellu. „Það komu umræður hvort það væri sniðugt út af veðri og aðstæðum, ekki búið að moka, að það verði erfitt fyrir lítil skrímsli og verur að labba um til að fá grikk eða gott. Þannig við ákváðum að skoða hvenær fólk myndi vilja flytja það,“ segir Saga Rúnarsdóttir, móðir og skipuleggjandi viðburðarins í Norðlingaholti. Öryggisatriði að færa hátíðina Hún segist hafa orðið smá stressuð en sé sátt við niðurstöðuna. „Þetta var bara upp á öryggi fyrir krakkana og að geta haldið allri skemmtuninni í gangi.“ Og hver var niðurstaðan? „Við ætlum að færa yfir á morgun, sama tíma, frá 17-19, sem við höfum gert síðustu ár.“ Á Facebook er hægt að finna viðburði fyrir Norðlingaholt, og flest önnur hverfi, þar sem einnig er hægt að finna kort sem fólk hefur merkt inn á hvort það sé í boði að banka upp á fyrir grikk eða gott. „Það er venjulega mjög góð þátttaka, er oftast líka fyrir öskudag. Fólki finnst voðalega gaman að taka þátt í þessu og sjá búninginn hjá krökkunum og bara upplifa smá dægrastyttingu.“ Saga segir frestunina gott tækifæri fyrir krakka til að nýta búningana. „Það er kannski betra að vera bara með tvo daga í búning heldur en einn,“ segir Alexandra sem sjálf stefnir á að vera í drekabúning og sonur hennar vera úr K Pop Demon Hunters. Halda sínu striki í Haukahlíð Sumir hafa þó ákveðið að halda sínu striki, eins og húsfélagið í Haukahlíð 1, stærsta húsfélag landsins. Óttar Völundarson er einn þeirra íbúa sem hafa skipulagt viðburð á Facebook fyrir húsfélagið í Haukahlíð 1 á Valsreitnum. Myndin er tekin í fyrra en þá voru leigð ljós og hljóðkerfi. Aðsend „Þetta er stærsta enn sem komið er stærsta húsfélag landsins,“ segir Óttar Völen blokkin er í kassa og í miðjunni er kassalaga garður. Í kassanum eru 191 íbúð. Hann segir ríka hefð í blokkinni fyrir því að halda hrekkjavöku hátíðlega. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn í miðjunni. Aðsend „Það er einn inngangur í garðinn og þaðan er aðgengi að öllum íbúðum í gegnum mismunandi stigaganga,“ segir Óttar og að íbúar á jarðhæð hafi síðustu ár sérstaklega skreytt hjá sér. „Í fyrra leigðum við ljós og hljóðkerfi. Það er gert dálítið úr þessu.“ Vegna veðurs sjá þau ekki fram á að geta skreytt með sama hætti í garðinum í ár og því verða skreytingar í ár götumegin í húsinu. Hér er eflaust einhver norn að elda sitt seyði. Aðsend Mikill fjöldi í Hlíðunum í Reykjavík tekur þátt. Google Maps „Það er til að einfalda þeim sem eru að labba í hús að komast á milli. Í stað þess að skreyta garðinn verður einni hjólageymslunni breytt í hrekkjavökuhús. Fólk getur þannig fengið smá smjörþef af því sem áður var,“ segir Óttar og að allir séu velkomnir. „Það jákvæða við þetta fyrirkomulag hjá okkur er auðvitað að þú kemst yfir rosalega mikið magn, á mjög marga staði, á mjög litlum bletti.“ Hér á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að kynna sér nánar um uppruna hátíðarinnar. Á Kársnesinu verður líka nóg að gera. Google Maps Viðburðir í Ásmundasafni í Reykjavík og á Árbæjarsafni falla niður. „Nornir, afturgöngur og aðrar óvættir hafa afboðað komu sína á Árbæjarsafn nú á föstudaginn 31. október, þar sem þau eru veðurteppt í handanheimum. Því miður fellur hrekkjavaka því niður í ár,“ segir í tilkynningu frá safninu. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Rangárþing ytra Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Á Facebook má sjá að búið er að fresta hátíðinni bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggð. Til dæmis er búið að fresta í Hlíðum, í Vesturbæ og miðborg, á Völlunum, Norðlingaholti, Kársnesi, Laugarneshverfi og á Hellu. „Það komu umræður hvort það væri sniðugt út af veðri og aðstæðum, ekki búið að moka, að það verði erfitt fyrir lítil skrímsli og verur að labba um til að fá grikk eða gott. Þannig við ákváðum að skoða hvenær fólk myndi vilja flytja það,“ segir Saga Rúnarsdóttir, móðir og skipuleggjandi viðburðarins í Norðlingaholti. Öryggisatriði að færa hátíðina Hún segist hafa orðið smá stressuð en sé sátt við niðurstöðuna. „Þetta var bara upp á öryggi fyrir krakkana og að geta haldið allri skemmtuninni í gangi.“ Og hver var niðurstaðan? „Við ætlum að færa yfir á morgun, sama tíma, frá 17-19, sem við höfum gert síðustu ár.“ Á Facebook er hægt að finna viðburði fyrir Norðlingaholt, og flest önnur hverfi, þar sem einnig er hægt að finna kort sem fólk hefur merkt inn á hvort það sé í boði að banka upp á fyrir grikk eða gott. „Það er venjulega mjög góð þátttaka, er oftast líka fyrir öskudag. Fólki finnst voðalega gaman að taka þátt í þessu og sjá búninginn hjá krökkunum og bara upplifa smá dægrastyttingu.“ Saga segir frestunina gott tækifæri fyrir krakka til að nýta búningana. „Það er kannski betra að vera bara með tvo daga í búning heldur en einn,“ segir Alexandra sem sjálf stefnir á að vera í drekabúning og sonur hennar vera úr K Pop Demon Hunters. Halda sínu striki í Haukahlíð Sumir hafa þó ákveðið að halda sínu striki, eins og húsfélagið í Haukahlíð 1, stærsta húsfélag landsins. Óttar Völundarson er einn þeirra íbúa sem hafa skipulagt viðburð á Facebook fyrir húsfélagið í Haukahlíð 1 á Valsreitnum. Myndin er tekin í fyrra en þá voru leigð ljós og hljóðkerfi. Aðsend „Þetta er stærsta enn sem komið er stærsta húsfélag landsins,“ segir Óttar Völen blokkin er í kassa og í miðjunni er kassalaga garður. Í kassanum eru 191 íbúð. Hann segir ríka hefð í blokkinni fyrir því að halda hrekkjavöku hátíðlega. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn í miðjunni. Aðsend „Það er einn inngangur í garðinn og þaðan er aðgengi að öllum íbúðum í gegnum mismunandi stigaganga,“ segir Óttar og að íbúar á jarðhæð hafi síðustu ár sérstaklega skreytt hjá sér. „Í fyrra leigðum við ljós og hljóðkerfi. Það er gert dálítið úr þessu.“ Vegna veðurs sjá þau ekki fram á að geta skreytt með sama hætti í garðinum í ár og því verða skreytingar í ár götumegin í húsinu. Hér er eflaust einhver norn að elda sitt seyði. Aðsend Mikill fjöldi í Hlíðunum í Reykjavík tekur þátt. Google Maps „Það er til að einfalda þeim sem eru að labba í hús að komast á milli. Í stað þess að skreyta garðinn verður einni hjólageymslunni breytt í hrekkjavökuhús. Fólk getur þannig fengið smá smjörþef af því sem áður var,“ segir Óttar og að allir séu velkomnir. „Það jákvæða við þetta fyrirkomulag hjá okkur er auðvitað að þú kemst yfir rosalega mikið magn, á mjög marga staði, á mjög litlum bletti.“ Hér á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að kynna sér nánar um uppruna hátíðarinnar. Á Kársnesinu verður líka nóg að gera. Google Maps Viðburðir í Ásmundasafni í Reykjavík og á Árbæjarsafni falla niður. „Nornir, afturgöngur og aðrar óvættir hafa afboðað komu sína á Árbæjarsafn nú á föstudaginn 31. október, þar sem þau eru veðurteppt í handanheimum. Því miður fellur hrekkjavaka því niður í ár,“ segir í tilkynningu frá safninu.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Rangárþing ytra Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning