Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 14:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. „Ég er ein af þessum þremur konum sem deildi 10 fermetra rými, sem fékk reisupassann í byrjun vikunnar,“ skrifar Hildur Edda Einarsdóttir í færslu á Facebook en hún er ein þriggja starfsmanna landamæradeildar embættis ríkislögreglustjóra sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Hildur Edda að uppsagnirnar hefðu komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ef kæmi til uppsagna að þá yrði landamæradeildin fyrir valinu miðað við hlutverkið og nauðsyn deildarinnar. Ég hefði ekki giskað á það,“ segir hún. Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið til umræðu eftir að upp kom um greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru ráðgjöf. Á fimm árum hlaut fyrirtækið, og þar af leiðandi eini starfsmaður þess, Þórunn Óðinsdóttir, greiðslur upp á 160 milljónir króna fyrir störf hennar sem ráðgjafi. Rekstrarhalli embættisins fyrir árin 2024 og 2025 er töluverður. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Að sögn Hildar Eddu eru laun flestra starfsmanna landamæradeildarinnar greidd með utanaðkomandi fjármagni. Laun kvennanna þriggja voru hins vegar greidd af embættinu. Í viðtali á RÚV fyrr í vikunni nefnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri Entry/Exit kerfið, eða svokölluð snjalllandamæri, sem óvenjulegt verkefni sem hafði áhrif á rekstrarhalla embættisins. Enginn geti tekið að sér verkefni kvennanna Í færslunni gerir Hildur Edda grein fyrir áhrifunum sem uppsagnirnar kunna að hafa á deildina, sem krafist var að yrði stofnuð eftir að Ísland fékk slæma umsögn í Schengen-úttekt árið 2017. Miklar framfarir hafa átt sér stað og var ein af höfuðáherslunum að fjölga þyrfti í deildinni til að hægt væri að sinna öllum verkefnum. „Núna þegar fjárhagur embættisins er í kröggum var samt ákveðið að landamæradeild mætti þola höggið að mestu leyti og stofna áðurgreindum mikilvægum framförum að miklu leyti fyrir róða,“ segir hún. Verkefnin sem Hildur Edda sinnti eru afar sérhæfð og geti enginn sinnt starfi hennar að fullu án menntunar. Á síðustu árum hafi verkefnum einnig fjölgað. „Verkefni landamæradeildar eru einfaldlega svo sérhæfð að það er ekki nóg að vera bara duglegur til að sinna þeim. Til þess að taka við mínum helstu verkefnum þarf til dæmis að fara á námskeið og hljóta markvissa þjálfun í starfi þar á ofan til þess að svo mikið sem geta byrjað að sinna þeim,“ segir hún. „Þær einu sem hefðu getað stokkið í mín verkefni að einhverju leyti, það eru þessar tvær sem var sagt upp með mér.“ Önnur þeirra sem sagt var upp störfum, Eva Sigrún Óskarsdóttir, hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar. Þar bendir hún á að konurnar þrjár sem var sagt upp höfðu nýlega farið og lýst yfir áhyggjum við sviðsstjóra um framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar. Sagt upp vegna aðhaldskröfu Hildur Edda segir rökstuðning ríkislögreglustjóra fyrir uppsögninni vera að mikil aðhaldskrafa væri á embættið svo að slíkar aðgerðir væru óumflýjanlegar. Hún segir ríkislögreglustjóra hafi talað um tugi uppsagna þvert yfir deildir. Í raun var fimm starfsmönnum sagt upp. „Í fréttum hefur ríkislögreglustjóri gjarnan nefnt að ófyrirsjáanleg verkefni hafi oftar en ekki komið til kasta og nefndi Grindavík sem dæmi, Evrópuráðsfundinn og fleira. Hún sagði að þau hefðu ekki alltaf verið fjármögnuð aukalega, heldur bara stundum, og vissulega hefðu stundum komið til aukafjárveitingar úr afmörkuðum sjóðum, til dæmis landamærasjóðum,“ segir Hildur Edda. Í samtali við fréttastofu segist Hildur Edda sjálf hafa aðstoðað við verkefni tengd Evrópuráðsfundinum og henni leiðbeint að merkja tímana sem fór í það sérstaklega þar sem til stæði að rukka ríkið fyrir tímana. Hún segist þó ekki vita hvort ríkið eða embættið hafi greitt fyrir unna tíma. Það sé eðlilegt að starfsmenn aðstoði hver annan þegar stór verkefni komi upp og aðstoðaði hún til að mynda við flutninga embættisins. Í nýrri úttekt sem dómsmálaráðuneytið lét framkvæma á fjármálum embættis ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið hlaut fjárveitingar fyrir stóru og ófyrirsjáanlegu verkefnunum. „Nú er komið á daginn að ekki bara þau verkefni, heldur öll óvænt verkefni embættisins, voru fjármögnuð að fullu, svo skýringuna á hallarekstri er ekki að finna þar. En ákvörðun var tekin um að málefni landamæraöryggis skyldu að stórum hluta mega missa sín, en þetta er lítil deild fyrir,“ segir Hildur Edda. „Ef ekki verður fljótlega ráðið í stöður okkar sem vorum látnar víkja strax af sakramentinu - sem mun gera okkar uppsagnir kolólöglegar- þá er að bíða og sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa í allra nánustu framtíð. Hvað mína framtíð varðar þá er hún í algerri óvissu enda nú í atvinnuleit.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Ég er ein af þessum þremur konum sem deildi 10 fermetra rými, sem fékk reisupassann í byrjun vikunnar,“ skrifar Hildur Edda Einarsdóttir í færslu á Facebook en hún er ein þriggja starfsmanna landamæradeildar embættis ríkislögreglustjóra sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Hildur Edda að uppsagnirnar hefðu komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ef kæmi til uppsagna að þá yrði landamæradeildin fyrir valinu miðað við hlutverkið og nauðsyn deildarinnar. Ég hefði ekki giskað á það,“ segir hún. Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið til umræðu eftir að upp kom um greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru ráðgjöf. Á fimm árum hlaut fyrirtækið, og þar af leiðandi eini starfsmaður þess, Þórunn Óðinsdóttir, greiðslur upp á 160 milljónir króna fyrir störf hennar sem ráðgjafi. Rekstrarhalli embættisins fyrir árin 2024 og 2025 er töluverður. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Að sögn Hildar Eddu eru laun flestra starfsmanna landamæradeildarinnar greidd með utanaðkomandi fjármagni. Laun kvennanna þriggja voru hins vegar greidd af embættinu. Í viðtali á RÚV fyrr í vikunni nefnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri Entry/Exit kerfið, eða svokölluð snjalllandamæri, sem óvenjulegt verkefni sem hafði áhrif á rekstrarhalla embættisins. Enginn geti tekið að sér verkefni kvennanna Í færslunni gerir Hildur Edda grein fyrir áhrifunum sem uppsagnirnar kunna að hafa á deildina, sem krafist var að yrði stofnuð eftir að Ísland fékk slæma umsögn í Schengen-úttekt árið 2017. Miklar framfarir hafa átt sér stað og var ein af höfuðáherslunum að fjölga þyrfti í deildinni til að hægt væri að sinna öllum verkefnum. „Núna þegar fjárhagur embættisins er í kröggum var samt ákveðið að landamæradeild mætti þola höggið að mestu leyti og stofna áðurgreindum mikilvægum framförum að miklu leyti fyrir róða,“ segir hún. Verkefnin sem Hildur Edda sinnti eru afar sérhæfð og geti enginn sinnt starfi hennar að fullu án menntunar. Á síðustu árum hafi verkefnum einnig fjölgað. „Verkefni landamæradeildar eru einfaldlega svo sérhæfð að það er ekki nóg að vera bara duglegur til að sinna þeim. Til þess að taka við mínum helstu verkefnum þarf til dæmis að fara á námskeið og hljóta markvissa þjálfun í starfi þar á ofan til þess að svo mikið sem geta byrjað að sinna þeim,“ segir hún. „Þær einu sem hefðu getað stokkið í mín verkefni að einhverju leyti, það eru þessar tvær sem var sagt upp með mér.“ Önnur þeirra sem sagt var upp störfum, Eva Sigrún Óskarsdóttir, hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar. Þar bendir hún á að konurnar þrjár sem var sagt upp höfðu nýlega farið og lýst yfir áhyggjum við sviðsstjóra um framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar. Sagt upp vegna aðhaldskröfu Hildur Edda segir rökstuðning ríkislögreglustjóra fyrir uppsögninni vera að mikil aðhaldskrafa væri á embættið svo að slíkar aðgerðir væru óumflýjanlegar. Hún segir ríkislögreglustjóra hafi talað um tugi uppsagna þvert yfir deildir. Í raun var fimm starfsmönnum sagt upp. „Í fréttum hefur ríkislögreglustjóri gjarnan nefnt að ófyrirsjáanleg verkefni hafi oftar en ekki komið til kasta og nefndi Grindavík sem dæmi, Evrópuráðsfundinn og fleira. Hún sagði að þau hefðu ekki alltaf verið fjármögnuð aukalega, heldur bara stundum, og vissulega hefðu stundum komið til aukafjárveitingar úr afmörkuðum sjóðum, til dæmis landamærasjóðum,“ segir Hildur Edda. Í samtali við fréttastofu segist Hildur Edda sjálf hafa aðstoðað við verkefni tengd Evrópuráðsfundinum og henni leiðbeint að merkja tímana sem fór í það sérstaklega þar sem til stæði að rukka ríkið fyrir tímana. Hún segist þó ekki vita hvort ríkið eða embættið hafi greitt fyrir unna tíma. Það sé eðlilegt að starfsmenn aðstoði hver annan þegar stór verkefni komi upp og aðstoðaði hún til að mynda við flutninga embættisins. Í nýrri úttekt sem dómsmálaráðuneytið lét framkvæma á fjármálum embættis ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið hlaut fjárveitingar fyrir stóru og ófyrirsjáanlegu verkefnunum. „Nú er komið á daginn að ekki bara þau verkefni, heldur öll óvænt verkefni embættisins, voru fjármögnuð að fullu, svo skýringuna á hallarekstri er ekki að finna þar. En ákvörðun var tekin um að málefni landamæraöryggis skyldu að stórum hluta mega missa sín, en þetta er lítil deild fyrir,“ segir Hildur Edda. „Ef ekki verður fljótlega ráðið í stöður okkar sem vorum látnar víkja strax af sakramentinu - sem mun gera okkar uppsagnir kolólöglegar- þá er að bíða og sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa í allra nánustu framtíð. Hvað mína framtíð varðar þá er hún í algerri óvissu enda nú í atvinnuleit.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira