Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Eiður Þór Árnason skrifar 31. október 2025 21:22 Lögreglan biður forráðamenn ungmenna um að ræða við börn sín. Vísir/vilhelm Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan
Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00