Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 11:00 Diljá Ýr Zomers og stöllur í íslenska landsliðinu freista þess að komast inn á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn