„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Einar Þorsteinsson gefur lítið fyrir fjárhagsáætlun meirihluta Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira