Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deildin heldur á­fram

Siggeir Ævarsson skrifar
Haaland mætir til leiks í kvöld
Haaland mætir til leiks í kvöld Marc Atkins/Getty Images

Það er svipað þema á rásum Sýnar Sport í dag og í gær: Meistaradeild Evrópu og Bónus-deild kvenna. Nóg um að vera!

Sýn Sport

Við hitum upp fyrir Meistaradeildina með UEFA Youth League. Klukkan 11:55 er það Ajax - Galatasaray og 13:55 er það Newcastle - Athletic.

Klukkan 19:30 er Meistaradeildarmessan svo á sínum stað og Meistaradeildarmörkin fara í loftið klukkan 22:00.

Sýn Sport 2

Klukkan 17:35 mætast Pafos og Villarreal í Meistaradeildinni. Leikur Manchester City og Dortmund er svo á dagskrá 19:50.

Sýn Sport 3

Newcastle tekur á móti Athletic Bilbao klukkan 19:50 í Meistaradeild Evrópu.

Sýn Sport 4

Marseille og Atalanta mætast í Meistaradeildinni einnig klukkan 19:50.

Sýn Sport Ísland

Haukar - Valur í Bónus deild kvenna er á dagskrá klukkan 19:00 og Bónus Körfuboltakvöld kvenna svo í kjölfarið klukkan 21:10.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19:05 er KR - Grindavík í Bónus deild kvenna á dagskrá.

Sýn Sport Viaplay

Tveir Meistaradeildarleikir eru í beinni á Sýn Sport Viaplay. Klukkan 17:35 er það Qarabag - Chelsea og klukkan 19:50 er það Club Brugge - Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×