Veður

Skýjað með köflum og sums staðar úr­koma

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu tvö til sex stig yfir daginn.
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu tvö til sex stig yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán syðst eftir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skýjað með köflum og sums staðar dálítil él eða skúrir. Rigning af og til sunnanlands undir kvöld.

Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu tvö til sex stig yfir daginn.

„Austan og norðaustan 5-13 á morgun, hvassast norðvestantil og við suðurströndina. Styttir upp, en léttir til á vestanverðu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan 5-10 m/s, en 10-15 syðst á landinu. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en léttir til fyrir hádegi, yfirleitt bjart síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-13, skýjað og þurrt að mestu, en dálítil él austast síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Gengur í austan 8-15, en 13-20 með suðurströndinni. Víða rigning eða slydda, en úrkomulítið norðan- og norðvestantil. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 10 stig um kvöldið, mildast sunnanlands.

Á sunnudag og mánudag: Austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, en talsverð úrkoma á suðaustanverðu landinu. Lengst af þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.

Á þriðjudag: Norðaustanátt og rigning eða snjókoma i flestum landshlutum. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×