Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Það var í Dugguvogi sem leigubílstjórinn réðst á konuna. vísir/Anton Brink Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir. Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir.
Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira