Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 19:40 Ósk Sigurðardóttir er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða kross Íslands. Vísir/Bjarni Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir gott að geta haft neyslurýmið Ylju opið um helgar í vetur, en fjármagn til þess kemur frá samtökunum sjálfum. Bráðum þarf að finna rýminu nýja staðsetningu, vegna framkvæmda í grenndinni. Í haust kölluðu forsvarsmenn neyslurýmisins Ylju eftir því að fá aukið fjármagn til þess að hægt væri að hafa opið um helgar, til þess að skjólstæðingar Ylju neyttu ekki efna sinna í bílakjöllurum eða á öðrum ótryggum stöðum. Í vetur verður opið á laugardögum, en fjármagn til þess að dæmið gengi upp kom þó ekki frá ríki eða sveitarfélögum. Fjármagnið kemur frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, sem gengur á eigið fé sitt svo hægt sé að hafa opið á laugardögum fram í mars hið minnsta. „Fyrsta nóvember var fyrsta laugardagsopnunin, og mikil ánægja og gleði með það,“ segir Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða kross Íslands. Opnunin hafi verið vel sótt, en þegar lokað hefur verið um helgar hefur aðsókn í rýmið verið einna mest á mánudögum, og stundum tvöfalt meiri en aðra daga. Ekki keyrt á laugardögum „Okkar skjólstæðingar hafa óskað eindregið eftir því að við værum með opið allavega annan hvorn laugardag eða sunnudag. Við ákváðum að hafa opið á laugardögum, þar sem Frú Ragnheiðarbíllinn, sem er einnig skaðaminnkunarúrræði á vegum Rauða krossins, keyrir alla daga nema laugardaga.“ Stór hluti skjólstæðinga sé illa búinn fyrir veturinn. „Okkur bráðvantar hlýjan fatnað. Það vantar úlpur, það vantar góða skó fyrir veturinn, það vantar hlý föt, og nærföt og sokka líka. Við hvetjum fólk sem á hlý föt sem það er ekki að nota til að hafa samband við frú Ragnheiði.“ Þurfa senn að fara annað Ylja er sem stendur til húsa í einingahúsum við Borgartún. Það kann þó að breytast á næstunni. „En nú er komið svo að það er verið að fara að byggja í götunni, og við höfum fengið að vita að við höfum ár, að minnsta kosti til að vera hérna áfram. Við biðlum til borgar og ríkis um að aðstoða okkur við að finna nýtt rými.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Í haust kölluðu forsvarsmenn neyslurýmisins Ylju eftir því að fá aukið fjármagn til þess að hægt væri að hafa opið um helgar, til þess að skjólstæðingar Ylju neyttu ekki efna sinna í bílakjöllurum eða á öðrum ótryggum stöðum. Í vetur verður opið á laugardögum, en fjármagn til þess að dæmið gengi upp kom þó ekki frá ríki eða sveitarfélögum. Fjármagnið kemur frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, sem gengur á eigið fé sitt svo hægt sé að hafa opið á laugardögum fram í mars hið minnsta. „Fyrsta nóvember var fyrsta laugardagsopnunin, og mikil ánægja og gleði með það,“ segir Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða kross Íslands. Opnunin hafi verið vel sótt, en þegar lokað hefur verið um helgar hefur aðsókn í rýmið verið einna mest á mánudögum, og stundum tvöfalt meiri en aðra daga. Ekki keyrt á laugardögum „Okkar skjólstæðingar hafa óskað eindregið eftir því að við værum með opið allavega annan hvorn laugardag eða sunnudag. Við ákváðum að hafa opið á laugardögum, þar sem Frú Ragnheiðarbíllinn, sem er einnig skaðaminnkunarúrræði á vegum Rauða krossins, keyrir alla daga nema laugardaga.“ Stór hluti skjólstæðinga sé illa búinn fyrir veturinn. „Okkur bráðvantar hlýjan fatnað. Það vantar úlpur, það vantar góða skó fyrir veturinn, það vantar hlý föt, og nærföt og sokka líka. Við hvetjum fólk sem á hlý föt sem það er ekki að nota til að hafa samband við frú Ragnheiði.“ Þurfa senn að fara annað Ylja er sem stendur til húsa í einingahúsum við Borgartún. Það kann þó að breytast á næstunni. „En nú er komið svo að það er verið að fara að byggja í götunni, og við höfum fengið að vita að við höfum ár, að minnsta kosti til að vera hérna áfram. Við biðlum til borgar og ríkis um að aðstoða okkur við að finna nýtt rými.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent