Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2025 11:30 Hér á landi hefur ekki tekist að koma á þeim snemmtæka stuðningi fyrir fólk í barneignarferli sem brýn nauðsyn er á, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem eru að glíma við geðrænar áskoranir, tilfinningalegan vanda, tengslavanda og áföll. Einnig skortir viðeigandi eftirfylgd fyrir hópinn, í anda norræna velferðarkerfisins. Ófullnægjandi stuðningur við barnafjölskyldur bitnar mun verr á heilsu kvenna þar sem þær bera enn þá meginþunga umönnunar innan og utan heimilis samkvæmt rannsóknum. Í þessari grein er ætlunin að ná til fólks innan og utan þings sem vill láta gott af sér leiða. Að auki er gerð atlaga í að útskýra af hverju við erum komin á þennan stað, sem við erum á í dag, í málefnum barna og fjölskyldna. Fái foreldrar ekki viðeigandi þjónustu hefur það fyrst áhrif á getu þeirra til að annast nýburann og í framhaldi af því getur það haft áhrif á viðhorf þeirra og væntingar til barnsins og þroskaþarfir þess í bráð og lengd. Fyrir utan sérhæfða heilbrigðisþjónustu, mætti velta fyrir sér hvernig samfélagið geti veitt meiri stuðning fyrir þennan hóp. Á hinum Norðurlöndunum er starfræktur opinn leikskóli í öllum skólahverfum fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Að sjálfsögðu hefur starfsfólk leikskóla á hinum Norðurlöndunum sem annast börn undir 2ja ára aldri með leikskólakennaranám að baki. Kúltúr byggðum á ranghugmyndum Í áratugi hefur félag leikskólakennara reynt að koma því að, með 67% starfsfólks með leikskólakennaranám að baki, geti leikskólinn annast börn frá 18 mánaða aldri í sex klukkustundir á dag. Að sjálfsögðu yrði uppeldismenntun til ófaglærðra starfsmanna efld og virkjuð til muna. Afleitar aðstæður barna birtast í kúltúr byggðum á ranghugmyndum um þroskaþarfir ungra barna og tungumáli til að verja ranghugmyndirnar. Það hefur verið tilhneiging til þess að gera lítið úr þörfum barna í íslensku þjóðfélagi sem birtist í ákveðinni vanþekkingu og vanrækslu á þörfum þeirra. Það er brýnt að auka þekkingu og skilning allra þeirra sem koma að umönnun og velferð barna, varðandi tilfinningalegar þarfir og taugaþroska þeirra. Ef börn upplifa endurtekið streituástand og langvarandi erfiðar aðstæður getur það haft varanleg áhrif á fullorðinsárum og því fyrr sem þau verða fyrir slíkri reynslu því alvarlegri eru áhrifin. Það hefur verið ákveðin afneitun á þessari vísindalegu staðreynd í íslensku samfélagi, sem kannski grundvallast á okkar þjóðfélagsgerð þar sem áföll og erfiðleikar hafa verið hluti daglegs lífs fyrri kynslóða og því höfum við líklega tileinkað okkur hugarfarið „þetta reddast“ án þess að ígrunda málin dýpra. Margir telja enn að börn séu ónæm á umhverfið á fyrstu árunum þar sem áhrif reynslunnar koma oft ekki fram fyrr en löngu síðar á ævinni. Þetta hugarfar hefur haft alvarlegar afleiðingar og börnin okkar hafa ekki „reddast“. Líðan og velferð barna er að versna, drykkja er að aukast og alvarlegt ofbeldi meðal þeirra sömuleiðis. Við höfum þekkinguna Við eigum eina vísindagrein um mikilvægasta aldurs- og þroskaskeiðið, sem er meðgangan og fyrstu tvö æviárin. Höfundar eru Sólrún Erlingsdóttir sálfræðingur og Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Báðar starfa þær á Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð. „Fjölmargar skilgreiningar eru til á snemmtækri íhlutun. Þær eiga það sameiginlegt að áhersla er lögð á mikilvægi þess að leitast við að hafa áhrif á þroskaframvindu barna með markvissum aðgerðum eins snemma og unnt er á lífsleiðinni. Nú er það að renna upp fyrir vísindamönnum, starfsmönnum heilbrigðiskerfisins og öðru fagfólki að slík íhlutun er nauðsynleg strax frá getnaði til að barnið fái bestu mögulegu aðstæður til að þroskast strax frá upphafi lífs í móðurkviði.” LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ- Áhrif áfalla, streitu og erfiðrar reynslu í æsku. (2020) Stærri hluti Íslendinga er sammála að fé sé vel varið í að taka af hlýju utan um krabbameinssjúklinga. Við þurfum sama hlutfall Íslendinga í að vera sammála að fé sé vel varið í að taka af hlýju utan um fólk í barneignarferli. Ætla má að það myndi minnka líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum síðar meir á ævinni þar sem áföll í æsku auka líkur á þessum sjúkdómum skv. ACE rannsókninni: V. Felitti (1998) og Vera Rut Rúnarsdóttir (2025) Við höfum þekkinguna og þurfum að bregðast við þessum veruleika strax! Börn geta ekki beðið! Ríkisvaldinu ber að svara kalli Ríkisvaldinu ber að svara kalli um heilbrigðara samfélag með tilkomu 18 mánaða fæðingarorlofs. Einnig ætti ríkið að breyta úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í dag fá sveitarfélög umbun fyrir að vera öflug í að byggja yfirbyggða fótboltavelli og rukka fullorðna um ca 100 kr. fyrir sundferð. Veita ætti sveitarfélögum tvöfalda umbun fyrir að styðja foreldra í barneignarferli. Það er jafnréttismál að endurhugsa Jöfnunarsjóð. Ríkisvaldinu ber einnig að hafa í huga að vonandi munu eins mörg börn og mögulegt er verða fullorðin og geta þá notið þess að fara í sund og innifótbolta. Sama á við um að lögfesta leikskólann sem fyrsta skólastigið. Fyrrgreind atriði þola enga bið ef ríkisvaldið vill sýna trúverðugleika í barna og fjölskyldumálum. Sveitarfélög þurfa að tryggja Sveitarfélög þurfa að tryggja að lágmarki 67% af starfsfólki sem annast börn undir 2ja ára aldri hafi lokið leikskólakennaranámi. Það að auka gæði og trú fólks á leikskólastarfi er viðleitni í að spyrna gegn eitraðri streitu hjá ungum börnum og fólkinu sem annast þau. Geti sveitarfélag ekki tryggt öllum börnum undir 2ja ára aldri fimm daga dvöl gæti tvísetinn leikskóli mögulega verið svarið. Ungu börnin fengju þá dvöl tvo daga eina vikuna og þrjá daga hina. Dagana sem foreldrar yrðu með börnin hefðu þau aðgengi að opnum leikskóla að Norrænni fyrirmynd. Opinn leikskóli er athvarf fyrir foreldra og börn þeirra, staðsett í félagsmiðstöð eða í tengslum við leikskóla. Þar er rólegt og öruggt umhverfi til leiks og tengslamyndunar en einnig kjörinn staður til þess að hitta vini sína með börnin eða kynnast foreldrum með börn á sama aldri. Í Svíþjóð er foreldrum í fæðingaorlofi einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt en hafa í staðinn aðgang að opnum leikskóla. Í opna leikskólanum er hægt að efla tengsl systkina en góð systkinatengsl eru grunnur að vellíðan og vænlegum þroskaskilyrðum fyrir börn. Í samskiptum við hvert annað geta systkini því öðlast félagslega og vistmunalega færni sem stuðlar að meiri og heilbrigðari félagsþroska. Í þessu liggur að hluta til skýringin á því að í Reykjavík dvelur meirihluti barna á leikskólum á bilinu 40 - 42,5 klukkutíma á viku en meðaltalið í Evrópu er hins vegar 30 klukkustundir. Árangur byggist á endurtekningu, seiglu og ástríðu Þegar þessar stundir eru lagðar saman hjá foreldrum sem eiga tvö börn hafa foreldrar í Evrópu annast börn sín ca. 5000 klukkustundum meira en íslenskir foreldrar þegar kemur að grunnskólagöngu. Rannsóknir sýna að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Áhugavert væri að skoða, hvernig samfélagið yrði, ef foreldrar fengju betri forsendur til að verða ástríðuforeldrar í heimalandinu. Seigla byggir fyrst og fremst á góðum tilfinningatengslum og því er mikilvægt að fjölskyldur fái bestu mögulegu aðstæður og stuðning til að tengslamyndun geti haft forgang og gangi vel strax frá upphafi. Meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl í Reykjavík er 22 mánuðir. Sum barnanna hefja dvöl 12 mánaða en önnur allt að 3ja ára aldri. Margir foreldrar eru einir heima á hverjum degi með börn undir tveggja ára aldri. Í breyttu samfélagi nútímans er það mögulega alvarlegra en áður var talið, ekki síst fyrir foreldra af erlendum uppruna sem hafa oft lítinn aðgang að íslensku samfélagi og hafa lítið stuðningsnet. Þessi aðgerð er mannréttindamál og jafnframt mikilvægt jafnréttismál. Þegar starfið sem leikskólastarf er byggt á hófst hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1924, þá nefnt dagheimili, var aðaláherslan á að annast börn sem bjuggu við brothætt bakland. Nú þykir sjálfsagt að öll börn hafi aðgang að leikskólum, en það er mikilvægt að dvölin sé sniðin að þörfum barnsins, en ekki vinnumarkaðarins. Stöndum vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna svo þarfir vinnumarkaðarins taki ekki yfir og jafnréttisbaráttan verði ekki á kostnað viðkæmasta einstaklings í fjölskyldunni, barnsins! Röð manngerðra „hamfaraslysa”. Árið 2002 greiddu foreldrar í Reykjavík 33,45% af rekstrarkostnaði leikskóla en greiða í dag einungis um 10% af kostnaði. Svipuð staða er í nágrannasveitarfélögunum. Í erfiðleikum sínum að sinna leikskólastarfi hafa sveitarfélög mögulega látið pólitík ráða för í stað bestu þekkingar. Finna má skýringu kúltúrsins sem röð „hamfaraslysa” úr sölum alþingis. Þaðan kom krafan um ókeypis leikskóla sem styðja skyldi með framlægi úr ríkissjóði sem enn er beðið eftir. Hin „slysin” eru tvenn lög frá alþingi. Þau fyrri eru um að til að geta orðið leikskólakennari þurfi 5 ára háskólanám. Á hinum Norðurlöndunum eru þrjú ár talin nóg. Auk þess vegnar börnum betur og foreldrar geta treyst á að börn þeirra fái góða leikskólamenntun. Seinna slysið er um að eitt leyfisbréf gildi þvert á skólastigin þrjú. Bæði lögin hafa beinlínis fækkað kennurum á leikskólastigi. „Slysin“ hefðu ekki skeð ef bernskan væri skilin og viðurkennd sem sérstakt aldurs- eða þroskaskeið. Philippe Ariès, L’enfant et la vie familiale sous l’Ancien Régime (1960) Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Slysavarnir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hér á landi hefur ekki tekist að koma á þeim snemmtæka stuðningi fyrir fólk í barneignarferli sem brýn nauðsyn er á, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem eru að glíma við geðrænar áskoranir, tilfinningalegan vanda, tengslavanda og áföll. Einnig skortir viðeigandi eftirfylgd fyrir hópinn, í anda norræna velferðarkerfisins. Ófullnægjandi stuðningur við barnafjölskyldur bitnar mun verr á heilsu kvenna þar sem þær bera enn þá meginþunga umönnunar innan og utan heimilis samkvæmt rannsóknum. Í þessari grein er ætlunin að ná til fólks innan og utan þings sem vill láta gott af sér leiða. Að auki er gerð atlaga í að útskýra af hverju við erum komin á þennan stað, sem við erum á í dag, í málefnum barna og fjölskyldna. Fái foreldrar ekki viðeigandi þjónustu hefur það fyrst áhrif á getu þeirra til að annast nýburann og í framhaldi af því getur það haft áhrif á viðhorf þeirra og væntingar til barnsins og þroskaþarfir þess í bráð og lengd. Fyrir utan sérhæfða heilbrigðisþjónustu, mætti velta fyrir sér hvernig samfélagið geti veitt meiri stuðning fyrir þennan hóp. Á hinum Norðurlöndunum er starfræktur opinn leikskóli í öllum skólahverfum fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Að sjálfsögðu hefur starfsfólk leikskóla á hinum Norðurlöndunum sem annast börn undir 2ja ára aldri með leikskólakennaranám að baki. Kúltúr byggðum á ranghugmyndum Í áratugi hefur félag leikskólakennara reynt að koma því að, með 67% starfsfólks með leikskólakennaranám að baki, geti leikskólinn annast börn frá 18 mánaða aldri í sex klukkustundir á dag. Að sjálfsögðu yrði uppeldismenntun til ófaglærðra starfsmanna efld og virkjuð til muna. Afleitar aðstæður barna birtast í kúltúr byggðum á ranghugmyndum um þroskaþarfir ungra barna og tungumáli til að verja ranghugmyndirnar. Það hefur verið tilhneiging til þess að gera lítið úr þörfum barna í íslensku þjóðfélagi sem birtist í ákveðinni vanþekkingu og vanrækslu á þörfum þeirra. Það er brýnt að auka þekkingu og skilning allra þeirra sem koma að umönnun og velferð barna, varðandi tilfinningalegar þarfir og taugaþroska þeirra. Ef börn upplifa endurtekið streituástand og langvarandi erfiðar aðstæður getur það haft varanleg áhrif á fullorðinsárum og því fyrr sem þau verða fyrir slíkri reynslu því alvarlegri eru áhrifin. Það hefur verið ákveðin afneitun á þessari vísindalegu staðreynd í íslensku samfélagi, sem kannski grundvallast á okkar þjóðfélagsgerð þar sem áföll og erfiðleikar hafa verið hluti daglegs lífs fyrri kynslóða og því höfum við líklega tileinkað okkur hugarfarið „þetta reddast“ án þess að ígrunda málin dýpra. Margir telja enn að börn séu ónæm á umhverfið á fyrstu árunum þar sem áhrif reynslunnar koma oft ekki fram fyrr en löngu síðar á ævinni. Þetta hugarfar hefur haft alvarlegar afleiðingar og börnin okkar hafa ekki „reddast“. Líðan og velferð barna er að versna, drykkja er að aukast og alvarlegt ofbeldi meðal þeirra sömuleiðis. Við höfum þekkinguna Við eigum eina vísindagrein um mikilvægasta aldurs- og þroskaskeiðið, sem er meðgangan og fyrstu tvö æviárin. Höfundar eru Sólrún Erlingsdóttir sálfræðingur og Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Báðar starfa þær á Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð. „Fjölmargar skilgreiningar eru til á snemmtækri íhlutun. Þær eiga það sameiginlegt að áhersla er lögð á mikilvægi þess að leitast við að hafa áhrif á þroskaframvindu barna með markvissum aðgerðum eins snemma og unnt er á lífsleiðinni. Nú er það að renna upp fyrir vísindamönnum, starfsmönnum heilbrigðiskerfisins og öðru fagfólki að slík íhlutun er nauðsynleg strax frá getnaði til að barnið fái bestu mögulegu aðstæður til að þroskast strax frá upphafi lífs í móðurkviði.” LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ- Áhrif áfalla, streitu og erfiðrar reynslu í æsku. (2020) Stærri hluti Íslendinga er sammála að fé sé vel varið í að taka af hlýju utan um krabbameinssjúklinga. Við þurfum sama hlutfall Íslendinga í að vera sammála að fé sé vel varið í að taka af hlýju utan um fólk í barneignarferli. Ætla má að það myndi minnka líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum síðar meir á ævinni þar sem áföll í æsku auka líkur á þessum sjúkdómum skv. ACE rannsókninni: V. Felitti (1998) og Vera Rut Rúnarsdóttir (2025) Við höfum þekkinguna og þurfum að bregðast við þessum veruleika strax! Börn geta ekki beðið! Ríkisvaldinu ber að svara kalli Ríkisvaldinu ber að svara kalli um heilbrigðara samfélag með tilkomu 18 mánaða fæðingarorlofs. Einnig ætti ríkið að breyta úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í dag fá sveitarfélög umbun fyrir að vera öflug í að byggja yfirbyggða fótboltavelli og rukka fullorðna um ca 100 kr. fyrir sundferð. Veita ætti sveitarfélögum tvöfalda umbun fyrir að styðja foreldra í barneignarferli. Það er jafnréttismál að endurhugsa Jöfnunarsjóð. Ríkisvaldinu ber einnig að hafa í huga að vonandi munu eins mörg börn og mögulegt er verða fullorðin og geta þá notið þess að fara í sund og innifótbolta. Sama á við um að lögfesta leikskólann sem fyrsta skólastigið. Fyrrgreind atriði þola enga bið ef ríkisvaldið vill sýna trúverðugleika í barna og fjölskyldumálum. Sveitarfélög þurfa að tryggja Sveitarfélög þurfa að tryggja að lágmarki 67% af starfsfólki sem annast börn undir 2ja ára aldri hafi lokið leikskólakennaranámi. Það að auka gæði og trú fólks á leikskólastarfi er viðleitni í að spyrna gegn eitraðri streitu hjá ungum börnum og fólkinu sem annast þau. Geti sveitarfélag ekki tryggt öllum börnum undir 2ja ára aldri fimm daga dvöl gæti tvísetinn leikskóli mögulega verið svarið. Ungu börnin fengju þá dvöl tvo daga eina vikuna og þrjá daga hina. Dagana sem foreldrar yrðu með börnin hefðu þau aðgengi að opnum leikskóla að Norrænni fyrirmynd. Opinn leikskóli er athvarf fyrir foreldra og börn þeirra, staðsett í félagsmiðstöð eða í tengslum við leikskóla. Þar er rólegt og öruggt umhverfi til leiks og tengslamyndunar en einnig kjörinn staður til þess að hitta vini sína með börnin eða kynnast foreldrum með börn á sama aldri. Í Svíþjóð er foreldrum í fæðingaorlofi einungis boðið upp á 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir eldra barn sitt en hafa í staðinn aðgang að opnum leikskóla. Í opna leikskólanum er hægt að efla tengsl systkina en góð systkinatengsl eru grunnur að vellíðan og vænlegum þroskaskilyrðum fyrir börn. Í samskiptum við hvert annað geta systkini því öðlast félagslega og vistmunalega færni sem stuðlar að meiri og heilbrigðari félagsþroska. Í þessu liggur að hluta til skýringin á því að í Reykjavík dvelur meirihluti barna á leikskólum á bilinu 40 - 42,5 klukkutíma á viku en meðaltalið í Evrópu er hins vegar 30 klukkustundir. Árangur byggist á endurtekningu, seiglu og ástríðu Þegar þessar stundir eru lagðar saman hjá foreldrum sem eiga tvö börn hafa foreldrar í Evrópu annast börn sín ca. 5000 klukkustundum meira en íslenskir foreldrar þegar kemur að grunnskólagöngu. Rannsóknir sýna að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Áhugavert væri að skoða, hvernig samfélagið yrði, ef foreldrar fengju betri forsendur til að verða ástríðuforeldrar í heimalandinu. Seigla byggir fyrst og fremst á góðum tilfinningatengslum og því er mikilvægt að fjölskyldur fái bestu mögulegu aðstæður og stuðning til að tengslamyndun geti haft forgang og gangi vel strax frá upphafi. Meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl í Reykjavík er 22 mánuðir. Sum barnanna hefja dvöl 12 mánaða en önnur allt að 3ja ára aldri. Margir foreldrar eru einir heima á hverjum degi með börn undir tveggja ára aldri. Í breyttu samfélagi nútímans er það mögulega alvarlegra en áður var talið, ekki síst fyrir foreldra af erlendum uppruna sem hafa oft lítinn aðgang að íslensku samfélagi og hafa lítið stuðningsnet. Þessi aðgerð er mannréttindamál og jafnframt mikilvægt jafnréttismál. Þegar starfið sem leikskólastarf er byggt á hófst hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1924, þá nefnt dagheimili, var aðaláherslan á að annast börn sem bjuggu við brothætt bakland. Nú þykir sjálfsagt að öll börn hafi aðgang að leikskólum, en það er mikilvægt að dvölin sé sniðin að þörfum barnsins, en ekki vinnumarkaðarins. Stöndum vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna svo þarfir vinnumarkaðarins taki ekki yfir og jafnréttisbaráttan verði ekki á kostnað viðkæmasta einstaklings í fjölskyldunni, barnsins! Röð manngerðra „hamfaraslysa”. Árið 2002 greiddu foreldrar í Reykjavík 33,45% af rekstrarkostnaði leikskóla en greiða í dag einungis um 10% af kostnaði. Svipuð staða er í nágrannasveitarfélögunum. Í erfiðleikum sínum að sinna leikskólastarfi hafa sveitarfélög mögulega látið pólitík ráða för í stað bestu þekkingar. Finna má skýringu kúltúrsins sem röð „hamfaraslysa” úr sölum alþingis. Þaðan kom krafan um ókeypis leikskóla sem styðja skyldi með framlægi úr ríkissjóði sem enn er beðið eftir. Hin „slysin” eru tvenn lög frá alþingi. Þau fyrri eru um að til að geta orðið leikskólakennari þurfi 5 ára háskólanám. Á hinum Norðurlöndunum eru þrjú ár talin nóg. Auk þess vegnar börnum betur og foreldrar geta treyst á að börn þeirra fái góða leikskólamenntun. Seinna slysið er um að eitt leyfisbréf gildi þvert á skólastigin þrjú. Bæði lögin hafa beinlínis fækkað kennurum á leikskólastigi. „Slysin“ hefðu ekki skeð ef bernskan væri skilin og viðurkennd sem sérstakt aldurs- eða þroskaskeið. Philippe Ariès, L’enfant et la vie familiale sous l’Ancien Régime (1960) Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun