„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 09:32 Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta sem þjálfari Vestra vísir/Ernir Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Davíð Smári hefur nú tekið við þjálfun Njarðvíkur en undir stjórn náði lið Vestra sögulegum árangri, kom sér upp í Bestu deildina árið 2023 og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Vestri byrjaði það tímabilið í Bestu deildinni vel og var lengi vel í efri hlutanum en eftir bikarmeistaratitilinn tók að halla undan fæti í deildinni og Vestri dróst niður í fallbaráttu. Undir lok septembermánaðar bárust svo þau tíðindi að Davíð hefði verið sagt upp störfum. Tíðindin komu honum á óvart. „Örfáar vikur höfðu liðið frá því að gerðum liðið að bikarmeisturum, mér hefur gengið vel í þessum stóru leikjum og fyrir okkur voru margir stórir leikir framundan,“ segir Davíð Smári. „Vissulega höfðu slæm töp átt sér stað eftir bikarleikinn en ég hafði trú á verkefninu og hélt að við myndum snúa þessu við. Okkur vantaði auðvitað ekki mörg stig, í raun bara einn sigur þegar að ég er látinn fara. Þetta kom mér og fleirum virkilega á óvart, þá vísa ég til leikmanna auðvitað líka. Þetta var erfitt símtal að fá, erfiðir dagar sem tóku við eftir þetta en ég hélt samt áfram að fylgjast með, hélt áfram með Vestra.“ Vestri er bikarmeistari. vísir / ernir Hefði viljað skemmtilegri endalok Á þeim tímapunkti sem honum var sagt upp störfum hafði Davíð Smári þegar ákveðið sjálfur að leiðir hans og Vestra myndu skilja eftir tímabilið. Svo fór að Vestri féll úr Bestu deildinni að lokum. „Það eru hlutir sem gerast þarna sem að sátu aðeins í mér og sitja kannski í mér ennþá. Ég, var ekki alveg nægilega sáttur við samskipti mín og stjórnar félagsins svona í kringum og eftir bikarleikinn. En ég held því samt alveg til haga að ég bar gríðarlega virðingu fyrir starfi mínu sem þjálfari Vestra og það er alveg klárt mál að ég reyndi ekki að láta það hafa áhrif á liðið og leikmenn hver svo sem ákvörðun mín yrði. En það varð fljótt ljóst eftir bikarúrslitaleikinn að ég yrði ekki þjálfari Vestra árið á eftir.“ Davíð Smári fór í tvígang með lið Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli og vann liðið báða leiki.Vísir/ Þegar að hann lítur um öxl núna er Davíð ofboðslega stoltur af vegferðinni sem Vestra liðið átti undir hans stjórn. „Ég er líka ofboðslega stoltur fyrir hönd stjórnarinnar, þrátt fyrir að þetta hafi endað eins og þetta endaði. Þá verður stjórnin að vera ofboðslega stolt af þeim árangri sem náðist. Það er enginn biturleiki en vissulega hefði ég viljað sjá þetta enda á skemmtilegri hátt, bæði fyrir félagið og auðvitað fyrir mig líka. Að svona einhvern veginn að ná að kveðja fólkið mitt. Það er alveg klárt mál.“ Sofnað á verðinum Framan af móti gekk Vestra afar vel og fékk fá mörk á sig. Liðið stóð síðan uppi sem bikarmeistari í ágúst en eftir það var eins og einhver breyting hefði átt sér stað. Liðið var ólíkt sjálfu sér og gildin sem höfðu einkennt það framan af móti voru horfin. „Það var ofboðslega skrýtið að sjá liðið svona, svona brotið eins og var undir lok. móts og og engin ein ástæða fyrir því. Þú veist, ég tek ábyrgð á því sem ég get tekið ábyrgð á. Svo verða aðrir að taka ábyrgð á sinni eigin frammistöðu. Og mögulega stjórnin að taka ábyrgð á einhverju sem hún getur tekið ábyrgð á.“ Davíð Smári á hliðarlínunni á Kerecisvellinum á Ísafirði fyrr á tímabilinu.Vísir/Anton Brink En hvað gerðist sem veldur því að lið Vestra nær ekki að halda dampi og gildi liðsins hverfa? „Menn verða saddir og þetta auka þrep sem við höfðum hvarf svolítið. Svo kom eitthvað ákveðið kæruleysi. Að einhverju leyti hjá leikmönnum og að einhverju leyti stuðningsmönnum.“ Og minnist Davíð Smári á ræðu sína sem hann hélt á Silfurtorginu á Ísafirði eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. Davíð Smári á SilfurtorgiHafþór Gunnarsson „Þar talaði ég um að við þyrftum að fá stuðning út mótið, því að það væri mjög strembið mót framundan og við værum hvergi nærri óhultir. Ég held bara að við höfum allir sofnað pínu á verðinum. Talið að við værum eitthvað betri en við vorum og að liðið kannski þyrfti ekki jafn mikinn stuðning og við hefðum þurft. Vestri er auðvitað lítið félag og að einhverju leyti má tala um það að einhverjir leikmenn í liðinu hafi ekki kannski nægilega reynslu. Sumir geta kannski bent á starfsteymið hafi ekki verið með nægilega reynslu og stjórn Vestra kannski ekki með nægilega reynslu. Ég tel að allir verði að draga lærdóm af því sem að gerðist þarna og taka ábyrgð á því sem gerðist. Horfa svo fram á við.“ Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025 Fall Vestra situr í Davíð Smára þó svo hann hafi skilið við liðið utan fallsvæðis. „Það var gríðarlega sárt að sjá liðið. fara niður. Ég skal alveg viðurkenna það og situr enn þá í mér. Þetta var allt of gott lið til þess að falla. Það er erfitt að segja að það hafi ekki verið bæting á liðinu milli tímabila. Það er klárt mál að það var bæting á liðinu og liðið var betra í ár heldur en í fyrra eða árið á undan. En þetta fór eins og það fór, því miður.“ Vestri Besta deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Davíð Smári hefur nú tekið við þjálfun Njarðvíkur en undir stjórn náði lið Vestra sögulegum árangri, kom sér upp í Bestu deildina árið 2023 og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Vestri byrjaði það tímabilið í Bestu deildinni vel og var lengi vel í efri hlutanum en eftir bikarmeistaratitilinn tók að halla undan fæti í deildinni og Vestri dróst niður í fallbaráttu. Undir lok septembermánaðar bárust svo þau tíðindi að Davíð hefði verið sagt upp störfum. Tíðindin komu honum á óvart. „Örfáar vikur höfðu liðið frá því að gerðum liðið að bikarmeisturum, mér hefur gengið vel í þessum stóru leikjum og fyrir okkur voru margir stórir leikir framundan,“ segir Davíð Smári. „Vissulega höfðu slæm töp átt sér stað eftir bikarleikinn en ég hafði trú á verkefninu og hélt að við myndum snúa þessu við. Okkur vantaði auðvitað ekki mörg stig, í raun bara einn sigur þegar að ég er látinn fara. Þetta kom mér og fleirum virkilega á óvart, þá vísa ég til leikmanna auðvitað líka. Þetta var erfitt símtal að fá, erfiðir dagar sem tóku við eftir þetta en ég hélt samt áfram að fylgjast með, hélt áfram með Vestra.“ Vestri er bikarmeistari. vísir / ernir Hefði viljað skemmtilegri endalok Á þeim tímapunkti sem honum var sagt upp störfum hafði Davíð Smári þegar ákveðið sjálfur að leiðir hans og Vestra myndu skilja eftir tímabilið. Svo fór að Vestri féll úr Bestu deildinni að lokum. „Það eru hlutir sem gerast þarna sem að sátu aðeins í mér og sitja kannski í mér ennþá. Ég, var ekki alveg nægilega sáttur við samskipti mín og stjórnar félagsins svona í kringum og eftir bikarleikinn. En ég held því samt alveg til haga að ég bar gríðarlega virðingu fyrir starfi mínu sem þjálfari Vestra og það er alveg klárt mál að ég reyndi ekki að láta það hafa áhrif á liðið og leikmenn hver svo sem ákvörðun mín yrði. En það varð fljótt ljóst eftir bikarúrslitaleikinn að ég yrði ekki þjálfari Vestra árið á eftir.“ Davíð Smári fór í tvígang með lið Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli og vann liðið báða leiki.Vísir/ Þegar að hann lítur um öxl núna er Davíð ofboðslega stoltur af vegferðinni sem Vestra liðið átti undir hans stjórn. „Ég er líka ofboðslega stoltur fyrir hönd stjórnarinnar, þrátt fyrir að þetta hafi endað eins og þetta endaði. Þá verður stjórnin að vera ofboðslega stolt af þeim árangri sem náðist. Það er enginn biturleiki en vissulega hefði ég viljað sjá þetta enda á skemmtilegri hátt, bæði fyrir félagið og auðvitað fyrir mig líka. Að svona einhvern veginn að ná að kveðja fólkið mitt. Það er alveg klárt mál.“ Sofnað á verðinum Framan af móti gekk Vestra afar vel og fékk fá mörk á sig. Liðið stóð síðan uppi sem bikarmeistari í ágúst en eftir það var eins og einhver breyting hefði átt sér stað. Liðið var ólíkt sjálfu sér og gildin sem höfðu einkennt það framan af móti voru horfin. „Það var ofboðslega skrýtið að sjá liðið svona, svona brotið eins og var undir lok. móts og og engin ein ástæða fyrir því. Þú veist, ég tek ábyrgð á því sem ég get tekið ábyrgð á. Svo verða aðrir að taka ábyrgð á sinni eigin frammistöðu. Og mögulega stjórnin að taka ábyrgð á einhverju sem hún getur tekið ábyrgð á.“ Davíð Smári á hliðarlínunni á Kerecisvellinum á Ísafirði fyrr á tímabilinu.Vísir/Anton Brink En hvað gerðist sem veldur því að lið Vestra nær ekki að halda dampi og gildi liðsins hverfa? „Menn verða saddir og þetta auka þrep sem við höfðum hvarf svolítið. Svo kom eitthvað ákveðið kæruleysi. Að einhverju leyti hjá leikmönnum og að einhverju leyti stuðningsmönnum.“ Og minnist Davíð Smári á ræðu sína sem hann hélt á Silfurtorginu á Ísafirði eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. Davíð Smári á SilfurtorgiHafþór Gunnarsson „Þar talaði ég um að við þyrftum að fá stuðning út mótið, því að það væri mjög strembið mót framundan og við værum hvergi nærri óhultir. Ég held bara að við höfum allir sofnað pínu á verðinum. Talið að við værum eitthvað betri en við vorum og að liðið kannski þyrfti ekki jafn mikinn stuðning og við hefðum þurft. Vestri er auðvitað lítið félag og að einhverju leyti má tala um það að einhverjir leikmenn í liðinu hafi ekki kannski nægilega reynslu. Sumir geta kannski bent á starfsteymið hafi ekki verið með nægilega reynslu og stjórn Vestra kannski ekki með nægilega reynslu. Ég tel að allir verði að draga lærdóm af því sem að gerðist þarna og taka ábyrgð á því sem gerðist. Horfa svo fram á við.“ Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025 Fall Vestra situr í Davíð Smára þó svo hann hafi skilið við liðið utan fallsvæðis. „Það var gríðarlega sárt að sjá liðið. fara niður. Ég skal alveg viðurkenna það og situr enn þá í mér. Þetta var allt of gott lið til þess að falla. Það er erfitt að segja að það hafi ekki verið bæting á liðinu milli tímabila. Það er klárt mál að það var bæting á liðinu og liðið var betra í ár heldur en í fyrra eða árið á undan. En þetta fór eins og það fór, því miður.“
Vestri Besta deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira