„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:02 Sigurður Kristófer var formaður Kyndils. Hann er fyrir miðju á myndinni en með honum eru félagar hans í Kyndli. Landsbjörg Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“ Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“
Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38