Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 19:01 Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkir heimilinu við lúxusneyslurými þar sem engar reglur hafi gilt, einungis geðþóttaákvarðanir. Hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna og fannst ekki tekið á málinu. Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar stigu fram nafnlaust í gær og lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið hóf starfsemi sína árið 2022 og er kynnt á vegum Barna- og fjölskyldustofu sem meðferðarheimili fyrir ungmenni frá 13-18 ára stelpur og kynsegin með flókinn vanda. Starfsmenn eru um 25 og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Ungmennin geta verið á heimilinu frá sex til níu mánuðum. Á hverjum tíma dvelja 4-6 unglingar á heimilinu. Lýsir gríðarlegri neyslu á Bjargey Stúlka sem var skjólstæðingur Bjargeyjar í alls í ríflega ár lýsir vistinni sem hörmulegri. Hún dvaldi þar fyrst þegar hún var 14 ára gömul. Hún tekur undir áhyggjur starfsfólksins en óskar nafnleyndar sökum ungs aldurs og stöðu sinnar. „Það var svo ótrúlega létt að koma með vímuefni inn á Bjargey. Um leið og efnin komu inn þá var þeim deilt með hinum á heimilinu. Þetta var eins og lúxusneyslurými. Við horfðum á sjónvarpið í rosalegri vímu á meðan starfsfólkið var t.d. bara uppi að elda. Þetta var eiginlega bara djammstaður, við vorum bara að skemmta okkur, henda okkur í strok og gera það sem við vildum. Það voru svo takmarkaðar afleiðingar af gjörðum okkar og ef það voru einhverjar afleiðingar þá voru þær svo litlar að okkur var alveg sama. Í eitt skipti vorum við í rosalegri vímu í heila nótt, við köstuðum upp og vorum í svakalegu ástandi. Starfsfólkið kom einu sinni inn til okkar til að bjóða okkur góða nótt,“ segir stúlkan. Hún lýsir fleiri sambærilegum atvikum. „Það var einu sinni stelpa sem kom inn með fullan poka af Xanax sem er róandi lyf og það var partý í nokkrar vikur,“ segir hún. Hún segist hafa verið í neyslu mánuðum saman í fyrra skiptið sem hún dvaldi á Bjargey. Ef neyslan hafi komist upp á heimilinu hafi eina refsingin verið tímabundin svipting á síma. „Símarnir voru teknir sem refsing í einhverja daga og svo fengum við þá aftur. Við redduðum okkur svo bara aftur efnum. Þetta var endalaus hringavitleysa sem fólst í að koma með eitthvað inn, taka það og svo voru kannski bara helmingslíkur á því hvort einhver starfsmaður tæki eftir neyslunni,“ segir hún Stelpurnar fari út í verra ástandi Hún segir að ástandið hafi haft afar neikvæð áhrif. „Ég hef séð margar stelpur koma þarna inn og fara svo aftur út í verra ástandi. Það er svo létt að komast í fíkniefni þegar þú ert með öðrum í neyslu,“ segir hún. Hún telur að starfsfólkið hefði átt að leita betur að efnum á heimilinu. „Það var náttúrulega leitað á okkur en ef það var ekki kona á vakt þá var ekki leitað. En yfirleitt var hugarfarið, fannst mér, að starfsfólkið vildi klára leitina af svo hægt væri að gera eitthvað annað. Ég upplifði að starfsfólkinu hafi fundist leiðinlegt að leita og helst viljað gera eitthvað annað,“ segir hún. Neysla áfengis og vímuefna bönnuð Í kynningu Fjölskyldu- og barnastofu á Bjargey kemur fram að þar sé í boði meðferðarstarf og neysla áfengis og vímuefna sé þar bönnuð. Stúlkan segir mikinn losarabrag hafa verið á allri meðferð. „Það var lítið utanumhald utan um meðferðina. Vistin fólst svo mikið í að bíða. Við vorum alltaf að bíða eftir að komast út. Það var aldrei verið að vinna með okkur á staðnum fannst mér,“ segir hún. „Þetta var bara geymslurými það nennti engin að vera þarna.“ Upplifði mikið óöryggi eftir íkveikju Tveir skjólstæðingar á Bjargey kveiktu í gardínum í sjónvarpsholinu þar í nóvember í fyrra. Starfsmaður réð niðurlögum eldsins. Við leit komu fram ummerki eftir íkveikju í tveimur herbergjum vistmanna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar um nauðsynlegar umbætur vegna atviksins. Í kynningu Barna- og fjölskyldustofu á Bjargey kemur fram að mikilvægt sé að skjólstæðingar upplifi þar öryggi og starfsmenn fari yfir öryggisreglur eins og ef bruni kemur upp. Stúlkan var skjólstæðingur á Bjargey þegar bruninn varð og upplifði mikið óöryggi. Þrátt fyrir íkveikju hafi hún upplifað litlar breytingar. „Ég varð skelfingu lostin þegar bruninn varð og upplifði mig mjög óörugga. Þetta var stuttu eftir brunann á Stuðlum þar sem 17 ára strákur lést. Ein stelpa var látin vera afsíðis í nokkra daga vegna brunans en kom svo til baka. Hún kom svo með okkur í sígó með kveikjara. Það breyttist ekki neitt og mér leið mjög illa. Það var aldrei tekið af festu á atvikum sem komu upp sem hefur alvarleg áhrif,“ segir hún. „Þetta er ekki öruggt“ Stúlkan hefur náð bata og verið edrú í meira en eitt og hálft ár en segir það ekki Bjargey að þakka heldur eigin vilja og góðu baklandi. Meðferðarkerfið þurfi hins vegar að breytast. „Það verður eitthvað að breytast. Þetta er ekki öruggt. Það er hægt að hjálpa stelpunum þarna, margar vilja verða betri en geta það ekki vegna aðstæðnanna sem eru þarna. Hún biður fyrir skilaboð til Barna- og fjölskyldustofu. „Ég hef von fyrir meðferðarkerfinu en þá þurfa allir að gera betur. Hlustið meira á stelpurnar og krakkana, við vitum alveg hvað við þurfum. Það þarf að bæta rammann í kringum meðferðarstarfið. Það er ekki nóg að setja okkur fyrir framan sjónvarpið eða í Play station, þetta þarf að vera eitthvað almennilegt,“ segir hún að lokum. Vistheimili Meðferðarheimili Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar stigu fram nafnlaust í gær og lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið hóf starfsemi sína árið 2022 og er kynnt á vegum Barna- og fjölskyldustofu sem meðferðarheimili fyrir ungmenni frá 13-18 ára stelpur og kynsegin með flókinn vanda. Starfsmenn eru um 25 og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Ungmennin geta verið á heimilinu frá sex til níu mánuðum. Á hverjum tíma dvelja 4-6 unglingar á heimilinu. Lýsir gríðarlegri neyslu á Bjargey Stúlka sem var skjólstæðingur Bjargeyjar í alls í ríflega ár lýsir vistinni sem hörmulegri. Hún dvaldi þar fyrst þegar hún var 14 ára gömul. Hún tekur undir áhyggjur starfsfólksins en óskar nafnleyndar sökum ungs aldurs og stöðu sinnar. „Það var svo ótrúlega létt að koma með vímuefni inn á Bjargey. Um leið og efnin komu inn þá var þeim deilt með hinum á heimilinu. Þetta var eins og lúxusneyslurými. Við horfðum á sjónvarpið í rosalegri vímu á meðan starfsfólkið var t.d. bara uppi að elda. Þetta var eiginlega bara djammstaður, við vorum bara að skemmta okkur, henda okkur í strok og gera það sem við vildum. Það voru svo takmarkaðar afleiðingar af gjörðum okkar og ef það voru einhverjar afleiðingar þá voru þær svo litlar að okkur var alveg sama. Í eitt skipti vorum við í rosalegri vímu í heila nótt, við köstuðum upp og vorum í svakalegu ástandi. Starfsfólkið kom einu sinni inn til okkar til að bjóða okkur góða nótt,“ segir stúlkan. Hún lýsir fleiri sambærilegum atvikum. „Það var einu sinni stelpa sem kom inn með fullan poka af Xanax sem er róandi lyf og það var partý í nokkrar vikur,“ segir hún. Hún segist hafa verið í neyslu mánuðum saman í fyrra skiptið sem hún dvaldi á Bjargey. Ef neyslan hafi komist upp á heimilinu hafi eina refsingin verið tímabundin svipting á síma. „Símarnir voru teknir sem refsing í einhverja daga og svo fengum við þá aftur. Við redduðum okkur svo bara aftur efnum. Þetta var endalaus hringavitleysa sem fólst í að koma með eitthvað inn, taka það og svo voru kannski bara helmingslíkur á því hvort einhver starfsmaður tæki eftir neyslunni,“ segir hún Stelpurnar fari út í verra ástandi Hún segir að ástandið hafi haft afar neikvæð áhrif. „Ég hef séð margar stelpur koma þarna inn og fara svo aftur út í verra ástandi. Það er svo létt að komast í fíkniefni þegar þú ert með öðrum í neyslu,“ segir hún. Hún telur að starfsfólkið hefði átt að leita betur að efnum á heimilinu. „Það var náttúrulega leitað á okkur en ef það var ekki kona á vakt þá var ekki leitað. En yfirleitt var hugarfarið, fannst mér, að starfsfólkið vildi klára leitina af svo hægt væri að gera eitthvað annað. Ég upplifði að starfsfólkinu hafi fundist leiðinlegt að leita og helst viljað gera eitthvað annað,“ segir hún. Neysla áfengis og vímuefna bönnuð Í kynningu Fjölskyldu- og barnastofu á Bjargey kemur fram að þar sé í boði meðferðarstarf og neysla áfengis og vímuefna sé þar bönnuð. Stúlkan segir mikinn losarabrag hafa verið á allri meðferð. „Það var lítið utanumhald utan um meðferðina. Vistin fólst svo mikið í að bíða. Við vorum alltaf að bíða eftir að komast út. Það var aldrei verið að vinna með okkur á staðnum fannst mér,“ segir hún. „Þetta var bara geymslurými það nennti engin að vera þarna.“ Upplifði mikið óöryggi eftir íkveikju Tveir skjólstæðingar á Bjargey kveiktu í gardínum í sjónvarpsholinu þar í nóvember í fyrra. Starfsmaður réð niðurlögum eldsins. Við leit komu fram ummerki eftir íkveikju í tveimur herbergjum vistmanna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar um nauðsynlegar umbætur vegna atviksins. Í kynningu Barna- og fjölskyldustofu á Bjargey kemur fram að mikilvægt sé að skjólstæðingar upplifi þar öryggi og starfsmenn fari yfir öryggisreglur eins og ef bruni kemur upp. Stúlkan var skjólstæðingur á Bjargey þegar bruninn varð og upplifði mikið óöryggi. Þrátt fyrir íkveikju hafi hún upplifað litlar breytingar. „Ég varð skelfingu lostin þegar bruninn varð og upplifði mig mjög óörugga. Þetta var stuttu eftir brunann á Stuðlum þar sem 17 ára strákur lést. Ein stelpa var látin vera afsíðis í nokkra daga vegna brunans en kom svo til baka. Hún kom svo með okkur í sígó með kveikjara. Það breyttist ekki neitt og mér leið mjög illa. Það var aldrei tekið af festu á atvikum sem komu upp sem hefur alvarleg áhrif,“ segir hún. „Þetta er ekki öruggt“ Stúlkan hefur náð bata og verið edrú í meira en eitt og hálft ár en segir það ekki Bjargey að þakka heldur eigin vilja og góðu baklandi. Meðferðarkerfið þurfi hins vegar að breytast. „Það verður eitthvað að breytast. Þetta er ekki öruggt. Það er hægt að hjálpa stelpunum þarna, margar vilja verða betri en geta það ekki vegna aðstæðnanna sem eru þarna. Hún biður fyrir skilaboð til Barna- og fjölskyldustofu. „Ég hef von fyrir meðferðarkerfinu en þá þurfa allir að gera betur. Hlustið meira á stelpurnar og krakkana, við vitum alveg hvað við þurfum. Það þarf að bæta rammann í kringum meðferðarstarfið. Það er ekki nóg að setja okkur fyrir framan sjónvarpið eða í Play station, þetta þarf að vera eitthvað almennilegt,“ segir hún að lokum.
Vistheimili Meðferðarheimili Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira