Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 13:34 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að reynt sé að hlusta á allar áhyggjur og ábendingar sem komi inn vegna starfsemi meðferðarheimila. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“ Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“
Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira