Fótbolti

Kristall Máni á skotskónum í sigur­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Kristall Máni Ingason skoraði mikilvægt mark í kvöld
Kristall Máni Ingason skoraði mikilvægt mark í kvöld Twitter@SEfodbold

Sønderjyske vann góðan 2-3 útisigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Kristall Máni Ingason skoraði mikilvægt mark.

AGF er í öðru sæti deildarinnar og fyrirfram mátti búast við hörkuleik en bæði lið hafa verið á góðu róli í undanförnum leikjum og ýmist unnið eða gert jafntefli.

Kristall Máni skoraði jöfnunarmark Sønderjyske á 59. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist í 2-1 en þetta var fjórða mark Kristals í deildinni. Mohamed Haidara tryggði gestunum svo sigurinn á 80. mínútu.

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í vörn Sønderjyske. Þá kom hinn 17 ára Tómas Óli Kristjánsson inn á sem varamaður í liði AFG á 90. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×