Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun