Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. nóvember 2025 19:15 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki öll kurl komin til grafar í málinu. Vísir/Einar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. „Það liggur alveg fyrir að hér var ekki um afsögn að ræða. Það liggur fyrir að ráðherra flutti viðkomandi starfsmann úr því embætti sem viðkomandi starfsmaður var í og yfir í ráðuneytið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Þetta hafi komið fram í máli Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á þinginu í dag. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi.“ Klippa: Hætt sem ríkislögreglustjóri Sigríður starfar áfram hjá ríkinu Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í dag að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um að hún láti af embætti ríkislögreglustjóra. Þá var greint frá því að hún muni hefja störf sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Staða Sigríðar hefur verið umdeild eftir að fram kom að embættið hefði greitt einum ráðgjafa 160 milljónir króna. „Ef viðkomandi segir af sér þá er viðkomandi með sinn uppsagnarfrest en ráðherra hefur tekið ákvörðun um það að færa embættismanninn inn í ráðuneytið og þá eiga menn að segja frá því en ekki segja að það hafi verið einhver afsögn. Því það sér það hver maður og þarf ekki mikið að skoða að ef einhver segir af sér þá fer viðkomandi ekki áfram á sömu launum að vinna í ráðuneyti eða annars staðar,“ segir Guðlaugur. Ertu þá að saka dómsmálaráðherra um að ljúga? „Í besta falli er þetta mjög villandi en ég held að það skipti máli að við skoðum þetta mál frá öllum hliðum því að það var líka áhyggjuefni að við sáum hvernig stjórnarþingmenn gengu fram en sömuleiðis þá vísaði ráðherrann sérstaklega til almenningsálitsins í umræðum um málið. Nú er það þannig að ráðherrann er gæslumaður réttarríkisins og hér verða alltaf að gilda lög og reglur. Svo verða menn auðvitað að segja satt og rétt frá þegar hlutir eins og þessir gerast.“ Guðlaugur segir augljóst að þetta mál verði rætt áfram. Það verði að vera skýrt hvað gerðist og af hverju. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að hér var ekki um afsögn að ræða. Það liggur fyrir að ráðherra flutti viðkomandi starfsmann úr því embætti sem viðkomandi starfsmaður var í og yfir í ráðuneytið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Þetta hafi komið fram í máli Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á þinginu í dag. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi.“ Klippa: Hætt sem ríkislögreglustjóri Sigríður starfar áfram hjá ríkinu Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í dag að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um að hún láti af embætti ríkislögreglustjóra. Þá var greint frá því að hún muni hefja störf sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Staða Sigríðar hefur verið umdeild eftir að fram kom að embættið hefði greitt einum ráðgjafa 160 milljónir króna. „Ef viðkomandi segir af sér þá er viðkomandi með sinn uppsagnarfrest en ráðherra hefur tekið ákvörðun um það að færa embættismanninn inn í ráðuneytið og þá eiga menn að segja frá því en ekki segja að það hafi verið einhver afsögn. Því það sér það hver maður og þarf ekki mikið að skoða að ef einhver segir af sér þá fer viðkomandi ekki áfram á sömu launum að vinna í ráðuneyti eða annars staðar,“ segir Guðlaugur. Ertu þá að saka dómsmálaráðherra um að ljúga? „Í besta falli er þetta mjög villandi en ég held að það skipti máli að við skoðum þetta mál frá öllum hliðum því að það var líka áhyggjuefni að við sáum hvernig stjórnarþingmenn gengu fram en sömuleiðis þá vísaði ráðherrann sérstaklega til almenningsálitsins í umræðum um málið. Nú er það þannig að ráðherrann er gæslumaður réttarríkisins og hér verða alltaf að gilda lög og reglur. Svo verða menn auðvitað að segja satt og rétt frá þegar hlutir eins og þessir gerast.“ Guðlaugur segir augljóst að þetta mál verði rætt áfram. Það verði að vera skýrt hvað gerðist og af hverju.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00