Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:00 Veruleg hefur dregið úr innlögnum erlendis þar sem Beyfortus hefur verið tekið í notkun. Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi. Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi.
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira