Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:31 Rob Gronkowski er líflegur og skemmtilegur persónuleiki en hann var líka stórkostlegur leikmaður á sínum tíma. Getty/John Nacion Rob Gronkowski er einn besti innherji sögunnar og þekktastur fyrir tíma sinn hjá New England Patriots. Hann endaði hins vegar feril sinn sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers. Nú ætlar kappinn að breyta því á formlegan hátt áður en skórnir fara endanlega upp á hillu. Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025 NFL Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025
NFL Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira