Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 15:08 Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. Umræða þess efnis fer fram í íbúahópi Garðabæjar. Þar stígur móðir fram og segir að yngsta dóttir hennar æfi fótbolta í 5. flokki kvenna hjá Stjörnunni og að henni hafi brugðið þegar henni barst rukkun upp á 172.790 krónur fyrir tímabilið. Það sé hækkun upp á þrjátíu prósent milli ára, rúmar fimmtíu þúsund krónur. Vísir hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum Stjörnunnar vegna málsins. Þá bendir hún á að sambærilegt æfingagjald hjá Álftanesi sé 119.500 krónur fyrir heilt tímabil. Þar muni því 53.290 krónum fyrir tíu og ellefu ára börn í 5. flokki í sama bæjarfélagi og með sömu hvatapeninga. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Óhætt er að segja að færsla móðurinnar veki mikla athygli og hafa þó nokkrir foreldrar lagt orð í belg og tekið undir með henni. Eitt foreldrið segir hækkunina hafa verið óvænta í þokkabót. Þau leggist ofan á annan kostnað sem sé mikill. „Sammála, hækkunin er umtalsverð á milli ára, óvænt og ógagnsæ. Ofan á gjöldin leggjast keppnisgjöld, ferðir þeim tengdar, búningar og annar búnaður. Samanlagt nokkur hundruð þúsund árlega,“ skrifar eitt foreldranna. „Fáum við að sjá hærri hvatapeninga á nýju ári til að koma til móts við þessar hækkanir? Það hreinlega svíður að greiða öll þessi æfingagjöld fyrir foreldra og bæjarfélagið ætti að koma miklu sterkar inn enda um lýðheilsu- og forvarnarmál að ræða!“ Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Umræða þess efnis fer fram í íbúahópi Garðabæjar. Þar stígur móðir fram og segir að yngsta dóttir hennar æfi fótbolta í 5. flokki kvenna hjá Stjörnunni og að henni hafi brugðið þegar henni barst rukkun upp á 172.790 krónur fyrir tímabilið. Það sé hækkun upp á þrjátíu prósent milli ára, rúmar fimmtíu þúsund krónur. Vísir hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum Stjörnunnar vegna málsins. Þá bendir hún á að sambærilegt æfingagjald hjá Álftanesi sé 119.500 krónur fyrir heilt tímabil. Þar muni því 53.290 krónum fyrir tíu og ellefu ára börn í 5. flokki í sama bæjarfélagi og með sömu hvatapeninga. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Óhætt er að segja að færsla móðurinnar veki mikla athygli og hafa þó nokkrir foreldrar lagt orð í belg og tekið undir með henni. Eitt foreldrið segir hækkunina hafa verið óvænta í þokkabót. Þau leggist ofan á annan kostnað sem sé mikill. „Sammála, hækkunin er umtalsverð á milli ára, óvænt og ógagnsæ. Ofan á gjöldin leggjast keppnisgjöld, ferðir þeim tengdar, búningar og annar búnaður. Samanlagt nokkur hundruð þúsund árlega,“ skrifar eitt foreldranna. „Fáum við að sjá hærri hvatapeninga á nýju ári til að koma til móts við þessar hækkanir? Það hreinlega svíður að greiða öll þessi æfingagjöld fyrir foreldra og bæjarfélagið ætti að koma miklu sterkar inn enda um lýðheilsu- og forvarnarmál að ræða!“
Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira