„Þetta var bara skita“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:10 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara hundsvekkjandi. Við ætluðum okkur svo miklu meira,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, eftir stórt tap liðsins í kvöld. KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum. KA FH Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum.
KA FH Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira