„Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. nóvember 2025 10:31 Guðrún Edda glímir enn við andlega erfiðleika eftir hálsbrotið. @gudruneddasig Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað. Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“ Fimleikar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“
Fimleikar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira