Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 12:03 Simon Kjær og fleiri þustu að Christian Eriksen eftir að hann féll allt í einu líflaus í grasið, í leik gegn Finnlandi á Parken, á EM 2021. Getty/ Martin Meissner Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær. Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær. Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Sjá meira
Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær.
Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Sjá meira